Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Miðaldadagar hafa verið haldnir á Gáseyri frá árinu 2003. Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.
Miðaldadagar hafa verið haldnir á Gáseyri frá árinu 2003. Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.
Mynd / Minjasafnið á Akureyri
Fréttir 9. desember 2020

Stefnt er að því að reisa tilgátuþorp á svæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu að deiliskipulagi minjastaðar á Gáseyri. Ætlunin er að byggja upp aðstöðu á svæðinu svo hægt verði að taka á móti gestum á minjastaðnum. Stefnt er að því að reisa tilgátuþorp á svæðinu.

Skipulagssvæðið í heild er 33,6 hektarar að stærð og er að hluta til um að ræða friðlýst minjasvæði hins forna verslunarstaðar á Gáseyri. Innan skipulagssvæðisins er fyrirhugað að útbúa aðstöðuhús, kirkju, koma upp salernum, auk þess sem gert verður bílastæði og lagðir göngustígar um svæðið þannig að það verði aðgengilegra fyrir gesti og gangandi.

Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hörgársveitar til 21. desember næstkomandi en er einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...