Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði
Fréttir 29. mars 2022

Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðvikudaginn 30. mars verður haldið stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði á Hótel Natura í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 13.00. Nánari upplýsingar um þingið er að finna á bondi.is. Einnig verður streymt frá fundinum.

Fyrsti fundur í tengslum við málþing um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði var haldinn á fjarfundi. Þeir sem  mættu á fundinn voru Anna Kristín Daníelsdóttir, Guðjón Þorkelsson og Sæmundur Sveinsson frá Matís, Þóroddur Sveinsson, Christian Schultze, Rósa Björk Jónsdóttir og Ísey Dísa Hávarðsdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands, frá RML, Karvel Karvelsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Vigdís Häsler, Höskuldur Sæmundsson og Unnsteinn Snorri Snorrason frá bændasamtökum Íslands.

Samráðsfundur um landbúnaðarrannsóknir

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir að fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan hafi Bændasamtökin staðið fyrir samráðsfundi um landbúnaðarrannsóknir. „Þáverandi framkvæmdastjóri, Sigurður Eyþórsson, kallaði saman helstu stofnanir og aðila á sviði landbúnaðarrannsókna ásamt fulltrúa fagráða í flestum búgreinum.

Í síðustu viku áttu BÍ og Matís fund um ýmis áhugaverð málefni og ræddu hugmyndir um að endurvekja þetta góða verkefni, jafnvel útvíkka efnistökin og blása til málþings miðvikudaginn 30. mars klukkan 13.00 í aðdraganda Búnaðarþings sem verður haldið dagana 31. mars og 1. apríl.“

Stutt erindi og lifandi umræður

„Fundurinn er hugsaður sem stefnumót þar sem öllum er boðið, ekki síst þeim sem starfa í matvælaframleiðslu, þar sem stofnanir og fyrirtæki munu flytja stutt erindi og svo verður opnað á lifandi umræður um helstu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir og það hvar tækifærin liggja.

Stutt samantekt af fundinum verður síðan kynnt á Búnaðarþinginu og hópurinn sem að fundinum stendur mun síðan halda áfram að vinna saman að lausnum á þessu sviði. Að mínu mati er fundurinn gott tækifæri fyrir fræðslu og kynningu um framtíðarlausnir í landbúnaði þar sem slík umræða hefði ekki komist fyrir í annars þéttri dagskrá Búnaðarþings.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...