Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stjörnugrís vinnur mál gegn ríkinu
Fréttir 2. febrúar 2017

Stjörnugrís vinnur mál gegn ríkinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hæstiréttur Íslands hefur útskurða að íslenska ríkinu beri að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 40 milljónir króna auk vaxta. Stefnda ber einnig að greiða stefnanda 1,5 milljónir króna í málskostnað.

Í málinu krafðist Stjörnugrís hf. endurgreiðslu búnaðargjalds sem fyrirtækið greiddi á árunum 2010 til 2014, en fyrir lá að gjaldinu var ráðstafað til Svínaræktarfélags Íslands, Bjargráðasjóðs, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Kjalarnesþings.

Í úrskurði Hæstaréttar segir að Stjörnugrís hf. reisi  kröfu sína á því að álagning og innheimta gjaldsins samkvæmt lögum nr. 84/1997 um búnaðargjald væri ólögmæt hvað hann varðaði, auk þess sem gjaldtakan stangaðist á við ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og skattlagningu og bryti í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.

Dómsorð
Samkvæmt dómsorði ber stefnda, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Stjörnugrís hf., 38.974.412 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 3.073.734 krónum frá 30. desember 2010 til 1. desember 2011, af 8.949.513 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2012, af 16.340.630 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2012, af 24.686.218 krónum frá þeim degi til 28. desember 2012, af 28.859.015 krónum frá þeim degi til 29. nóvember 2013, af 33.361.101 krónu frá þeim degi til 30. desember 2013, af 35.612.136 krónum frá þeim degi til 26. nóvember 2014 og af 38.974.412 krónum frá þeim degi til 18. desember 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 38.974.412 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

Sjá dóm Hæstaréttar.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...