MS gert að greiða 480 milljónir vegna brota gegn samkeppnislögum
Þann 4. mars síðastliðinn staðfesti Hæstiréttur dóm Landsréttar í máli Mjólkursamsölunnar gegn Samkeppniseftirlitinu. Áður hafði Landsréttur staðfest dóm héraðsdóms í málinu. Niðurstaðan felur í sér að MS þarf að greiða 480 milljónir króna í ríkissjóð í sekt vegna brota á samkeppnislögum.