Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Viðbrögð MS við niðurstöðu Hæstaréttar
Fréttir 5. mars 2021

Viðbrögð MS við niðurstöðu Hæstaréttar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með dómi Hæstaréttar í dag í máli nr. 26/2020 er leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga, sem hefur verið til meðferðar fyrir stjórnvöldum og dómstólum í tæpan áratug. Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög.

Í tilkynningu MS segir að það sé líka ljóst að Mjólkursamsalan átti von á því að Hæstiréttur myndi staðfesta niðurstöðu Áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem hafði úrskurðað að starfshættir Mjólkursamsölunnar væru málefnalegir og samkvæmt lögum.

Fyrirtækið mun fara nánar yfir röksemdir Hæstaréttar fyrir niðurstöðunni áður en það tjáir sig frekar efnislega um dóminn.

Þegar þetta mál kom upp fyrir tæpum áratug síðan var skipulagi og framkvæmd á samstarfi afurðastöðva í mjólkuriðnaði og sölu á hrámjólk til aðila utan samstarfsins breytt, til að mæta þeim athugasemdum og ábendingum sem komið höfðu fram. Dómsniðurstaðan snýr því að afmörkuðum ágreiningi um túlkun laga í liðnum tíma, en hefur ekki bein áhrif á starfsemina í dag.

Við blasir að hagræðing í mjólkuriðnaði hefur náð þeim markmiðum sem að var stefnt með lagabreytingum sem heimiluðu verkaskiptingu og samstarf afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Þær breytingar eru forsenda framleiðniaukningar sem skilað hefur milljarða króna ávinningi til samfélagsins á hverju ári.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...