Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Á síðasta ári var eitt af hverjum sjö hrossum sem flutt var af landi brott ræktað af erlendum aðila.
Á síðasta ári var eitt af hverjum sjö hrossum sem flutt var af landi brott ræktað af erlendum aðila.
Mynd / smh
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Í yfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) sést að frá árinu 2014 voru flest hross flutt úr landi árið 2021, eða 3.337 hross, en síðan hefur verið samdráttur. Mestur var samdrátturinn árið 2022 þegar hann var 38 prósent, en á síðasta ári var hann 17 prósent og þá voru 1.318 hross flutt úr landi.

Erlendir aðilar rækta íslensk hross á Íslandi

Í umfjöllun RML segir að vel sé þekkt að erlendir aðilar rækti hross á Íslandi og flytji út ýmist folöld og trippi eða tamin hross.

Í greiningu á vefnum vegna útflutnings á síðasta ári má sjá að í 48 prósenta tilvika er útflutningsaðili bæði íslenskur ræktandi og íslenskur skráður eigandi við útflutning. Í 37 prósenta tilvika er ræktandi íslenskur en erlendur eigandi, í 14 prósenta tilvika er erlendur ræktandi og erlendur eigandi er skráður við útflutning og í 14 prósent tilvika er ræktandi erlendur en íslenskur eigandi. Samkvæmt þessu var eitt af hverjum sjö útfluttum hrossum á síðasta ári ræktað af erlendum aðilum.

Mest flutt út frá Suðurlandi

Mest var flutt úr frá Suðurlandi, eða 39 prósent hrossa, 32 prósent frá Norðurlandi, 11 prósent frá Vesturlandi, tíu prósent frá svæði tilbúinna fæðinganúmera, þrjú prósent frá bæði Reykjavík og nágrenni og Austurlandi og loks eitt prósent frá Vestfjörðum.

Mælaborð íslenskrar hrossaræktar

Í umfjölluninni á vef RML um útflutning hrossa er í lokin komið inn á nýjungar sem búast megi við í nýjum WorldFeng á næstu árum.

Gefið er í skyn að tækifæri muni ef til vill gefast til að skapa eitthvað sem heitið gæti Mælaborð íslenskrar hrossaræktar þar sem hægt yrði að nálgast ýmsar tölulegar upplýsingar um hrossaræktina í rauntíma.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...