Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
Fréttir 25. september 2017

Strandveiðibátum hefur fækkað um 66 milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alls voru gefin út 604 leyfi til strandveiða á nýafstaðinni vertíð. Það er 66 leyfum færra en á síðasta ári og fæst leyfi frá því að strandveiðar voru settar á laggirnar árið 2009 að upphafsárinu undanskildu.

Samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu var heildarafli strandveiðibáta á síðustu vertíð 9.818 tonn. Alls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Næstmest var veitt af ufsa, eða 353 tonn, sem er 3,6% af heildarafla. Afli í öðrum tegundum var óverulegur, eða 1,5% af heildinni.

Birta SU aflahæst strandveiðibáta

Birta SU sem gerð er út frá Djúpavogi var aflahæsti báturinn á nýliðinni strandveiðivertíð með rúm 44,8 tonn. Næst komu Hulda SF, sem gerð er út frá Hornafirði, með 44,2 tonn og Ásbjörn SF frá Hornafirði með 43,6 tonn.

Fjórtán tegundir á króka

Alls komu fjórtán tegundir fiska á króka strandveiðibátanna á þessari vertíð. Afli í öðrum tegundum var meðal annars 77 tonn af karfa og 38 tonn af ýsu. Strandveiðibátar veiddu einungis níu kíló af hlýra og fimm kíló af gaddakrabba.

Meðalafli í róðri aldrei meiri

Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hefur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð, eða 623 kíló. Í fyrra var hann 614 kíló og jókst því um 1,5% milli vertíða.

Svæði A, sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, gaf mestan meðalafla í róðri að venju, eða 667 kíló. Næst komu bátar sem voru á svæði C með 650 kíló, þá svæði B með 574 kíló en svæði D rak svo lestina með 565 kíló.

Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...