Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fundargestir á undirbúningsstofnfundinum þann 3. september síðastliðinn.
Fundargestir á undirbúningsstofnfundinum þann 3. september síðastliðinn.
Fréttir 10. október 2019

Stuðlað að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda

Höfundur: smh

Stofnfundur Samtaka smá­framleiðenda matvæla verður haldinn þann 5. nóvember næst­komandi á Hótel Sögu, en undirbúningsstofnfundur var haldinn þann 3. september síðastliðinn.

Formaður undirbúningsstjórnar er Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og bóndi í Gautavík í Berufirði.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, sem er formaður undirbúningsstjórnar, var vel mætt á fundinn; á fimmta tug einstaklinga hafi tekið þátt á staðnum eða í gegnum fjarfundabúnað. Hún segir að verkefni fundarins hafi verið að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri smáframleiðenda matvæla á Íslandi í dag, koma með punkta inn í aðgerðaáætlun, fara yfir drög að samþykktum og í lokin var undirbúningsstjórn kosin. Ýmis mál hafi verið rædd og viðskiptastjóri Samtaka iðnaðarins meðal annars farið yfir kosti þess að nýju samtökin færu undir þeirra hatt – þeim að kostnaðarlausu.

Í undirbúningsstjórninni sitja auk Oddnýjar þau Svava Hrönn Guðmundsdóttir varaformaður, Sveinn Margeirsson ritari, Karen Jónsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir.

Öflugt samstarf og samtakamáttur

Á undirbúningsstofnfundinn mættu, auk smáframleiðenda, fulltrúar samtaka með sambærilega hagsmuni og tengdir aðilar, svo sem Beint frá býli, VOR-verndun og ræktun, Landssambands smábátaeigenda, Samtaka iðnaðarins, Matís, Slow Food, Matarauðs Íslands, Landbúnaðarklasans og Sambands sunnlenskra sveitarfélaga.

Undirbúningsstjórnin hefur nú fundað þrisvar og mun halda áfram að funda vikulega fram að stofnfundi til að hnýta alla lausa enda.

Fyrirliggjandi eru drög að markmiðum og tilgangi samtakanna. Samkvæmt þeim er markmið samtakanna að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt.

Einnig verður stuðlað að kraftmikilli nýsköpun og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, auknum fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum.

Unnið að hagsmunamálum á öllum sviðum

Tilgangur samtakanna verður að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varðar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélagslegum áhrifum starfsemi þeirra.

Einnig verður tilgangur þeirra að koma sjónarmiðum og hagsmunamálum félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleiðendur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipuleggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er.

Stofnfundurinn verður haldinn í fundarsalnum Kötlu, á 2. hæð Hótel Sögu, og í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn frá klukkan 11.30 til 12.15. Hlekkinn inn á fjarfundinn verður hægt að nálgast í Facebook-hópi samtakanna. Þeir sem ætla að taka þátt í gegnum hann þurfa að hlaða niður forritinu sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust á zoom.us.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...