Sunnlensk sveitarfélög í allsherjar þrif á nýju ári
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ein af þeim tillögum sem sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi samþykktu á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) 19. og 20. október var tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins sem fjallaði um sameiginlegt sunnlenskt átak árið 2018.
Tillagan gengur út á það að farið verði í sameiginlegt sunnlenskt átak í almennri tiltekt og umhverfisþrifum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Áhersla verði lögð á skynsamlega flokkun og endurvinnslu og SASS hafi forgöngu um þetta mál fyrir hönd Sunnlendinga. Tillagan var samþykkt samhljóða.