Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svavar Halldórsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra LS
Mynd / smh
Fréttir 16. apríl 2015

Svavar Halldórsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra LS

Höfundur: smh

Svavar Halldórsson hefur formlega tekið við stöðu framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda (LS).

„Þetta var bara hugmynd sem kom upp, að hugsa aðeins út fyrir rammann og fá einhvern sem kæmi með ferska strauma til að taka við þessu starfi,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS um ráðninguna.

„Við gerum okkur grein fyrir því að það verða margir undrandi á þessari ráðningu en það er líka bara fínt stundum að fara í endurmat á stöðunni þegar mannaskipti verða og horfa í aðrar áttir. Fyrst og fremst erum við þá að horfa til þeirra markaðstækifæra sem eru fyrir greinina, til að mynda á erlendum mörkuðum og við teljum Svavar góðan kost í þeirri stöðu. Við munum undirrita samning við hann á morgun [föstudag 17. apríl ]á stjórnarfundi í samtökunum og svo reikna ég með því að hann komi til starfa í Bændahöllinni fljótlega eftir helgi,“ segir Þórarinn.

Svavar hefur starfað á fjölmiðlum og að undanförnu hefur hann meðal annars rekið fyrirtækið Íslenskur matur og matarmenning sem framleiðir fjölmiðlaefni með áherslu á mat og matvælaframleiðslu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...