Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svavar Halldórsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra LS
Mynd / smh
Fréttir 16. apríl 2015

Svavar Halldórsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra LS

Höfundur: smh

Svavar Halldórsson hefur formlega tekið við stöðu framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda (LS).

„Þetta var bara hugmynd sem kom upp, að hugsa aðeins út fyrir rammann og fá einhvern sem kæmi með ferska strauma til að taka við þessu starfi,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS um ráðninguna.

„Við gerum okkur grein fyrir því að það verða margir undrandi á þessari ráðningu en það er líka bara fínt stundum að fara í endurmat á stöðunni þegar mannaskipti verða og horfa í aðrar áttir. Fyrst og fremst erum við þá að horfa til þeirra markaðstækifæra sem eru fyrir greinina, til að mynda á erlendum mörkuðum og við teljum Svavar góðan kost í þeirri stöðu. Við munum undirrita samning við hann á morgun [föstudag 17. apríl ]á stjórnarfundi í samtökunum og svo reikna ég með því að hann komi til starfa í Bændahöllinni fljótlega eftir helgi,“ segir Þórarinn.

Svavar hefur starfað á fjölmiðlum og að undanförnu hefur hann meðal annars rekið fyrirtækið Íslenskur matur og matarmenning sem framleiðir fjölmiðlaefni með áherslu á mat og matvælaframleiðslu.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...