Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn segist ekki hafa slátrað lömbunum og Matís eigi að teljast sakborningur
Fréttir 23. janúar 2020

Sveinn segist ekki hafa slátrað lömbunum og Matís eigi að teljast sakborningur

Höfundur: smh

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, segir í málsvörn sinni gegn ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í svokölluðu örslátrunarmáli að hann hafi ekki slátrað sjálfur lömbunum og því sé það hans krafa að hann verði sýknaður af öllum sakargiftum.

Sveinn skilaði inn greinargerð til Héraðsdóms Norðurlands vestra þriðjudaginn 14. janúar, en hann kaus að verja sig sjálfur.

Var Sveinn ákærður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir, fyrir að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Nánar tiltekið var gripunum slátrað á bænum Birkihlíð í Skagafirði í september 2018, í samræmi við örslátrunartillögur Matís.

Slátraði ekki lömbunum í tilraunaverkefninu

Í vörnum Sveins kemur fram að hann hafi ekki slátrað umræddum gripum til dreifingar og neyslu. Ákæran byggi á þeim grunni að Sveinn hafi gerst brotlegur við fyrstu málsgrein fimmtu greinar laga um slátrun og sláturafurðir. Þar segir að „Sláturdýrum, sem slátra á til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu innan lands, skal slátra í löggiltum sláturhúsum. Kæling og frysting afurðanna skal fara fram í viðurkenndum kælum og frystum og geymsla þeirra í viðurkenndum kæligeymslum og frystigeymslum.“

Þar sem hann hafi ekki gerst brotlegur við þetta ákvæði beri að sýkna hann af þeirri ákæru sem gefin hefur verið út.

Eðlilegt að Matís teljist sakborningur

Sveinn segir enn fremur að hann hafi verið forstjóri opinbers hlutafélags (Matís) þegar meint brot átti sér stað og hafi sem starfsmaður og forsvarsmaður þess haft skyldum að gegna í þessari tilraun, enda hlutverk Matís að standa að nýsköpun í landbúnaði. Öryggi sláturafurðanna hafi verið tryggt með víðtækum örverumælingum, mun ítarlegri en sláturleyfishafar gera, og áhætta verið langt undir viðmiðunarmörkum.

Þá hafi hvert lamb verið heilbrigðisskoðað (af bónda), sem séu nákvæmari vinnubrögð en eigi sér stað í hefðbundinni slátrun. Hann segir að telji ákæruvaldið að um brot sé að ræða hefði verið eðlilegra að lögaðilinn Matís teldist sakborningur. Vísar Sveinn til 27. greinar laga um meðferð sakamála (2008 nr. 88) í því sambandi þar sem ákvæði eru um sakborninga.

Allra gagna um tilraunina verði aflað hjá Matís

Leggur Sveinn fram þá kröfu að allra gagna um tilraunina verði aflað hjá Matís. Enn fremur að hann verði sýknaður af öllum sakargiftum og að sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð.

Ákæruvaldið hefur frest til 4. febrúar til að bregðast við greinargerð Sveins og verður í framhaldinu ákveðin dagsetning munnlegs málflutnings fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...