Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svínabændur samþykkja sameiningu við Bændasamtök Íslands
Mynd / smh
Fréttir 4. maí 2021

Svínabændur samþykkja sameiningu við Bændasamtök Íslands

Höfundur: smh

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn með fjarfundarbúnaði 30. apríl. Var samþykkt samhljóða að sameinast Bændasamtökum Íslands í nýju félagskerfi bænda. Þá var samþykkt ályktun um að hvetja stjórnvöld til að stórauka fjármagn til innlendrar akuryrkju á næstu árum, í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Bændasamtök Íslands.

Ingvi Stefánsson, á Teigi í Eyjafirði, verður áfram formaður félagsins og með honum í stjórn þeir Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís og Sveinn Jónsson frá Síld og Fisk.

Treysta fæðuöryggi landsins

Í ályktuninni kemur fram að með því að stórauka fjármagn til akuryrkju megi treysta fæðuöryggi landsins. „Svínabændur bæði geta og vilja gegna lykilhlutverki í þeirri sókn sem nauðsynlegt er að eigi sér stað til að stuðla að auknu fæðuöryggi á Íslandi,“ segir í ályktuninni.

Í greinargerð með ályktuninni er vitnað til orða Kristján Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra vegna útgáfu skýrslu LbhÍ um fæðuöryggi, frá því í febrúar síðastliðnum, en skýrslan var unnin að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. „Um leið sýnir skýrslan fram á mikilvægi þess að móta stefnu um hvernig tryggja megi fæðuöryggi þjóðarinnar. Með slíkri stefnu þarf að setja markmið um getu innlendrar matvælaframleiðslu til að takast á við skyndilegar breytingar á aðgengi að innfluttri matvöru og aðföngum til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar,“ sagði Kristjáns Þór. 

„Félag svínabænda tekur heilshugar undir þessi orð ráðherra. Einnig hafa stjórnvöld gefið það út að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi árið 2040 og frumvarp sem lögfestir þau markmið liggja fyrir Alþingi. Innlend akuryrkja getur átt þar hlutverk sé rétt haldið á málum.

Það er þó ljóst að íslensk akuryrkja þarf aukinn stuðning til að geta vaxið og dafnað á næstu árum. Helsta ástæðan fyrir því að innflutt korn er ódýrara en íslenskt er að stuðningur við framleiðslu korns er meiri á flatareiningu lands í löndum Evrópusambandsins og að uppskera þar er víðast hvar meiri en á Íslandi. Í því samhengi má nefna að allur landbúnaður innan ESB sem er stundaður norðan 62° breiddargráðu er skilgreindur sem landbúnaður stundaður á svæðum með náttúrulegar takmarkanir. Þessi svæði njóta aukins stuðnings. Því er þörf á viðvarandi kynbótastarfi hér á sviði nytjaplantna til þess að brúa uppskerubilið svo að íslensk akuryrkja verði samkeppnishæfari. Þegar akuryrkja hefur náð ákveðinni stærð dregur úr þörf á stuðningi þar sem að stærðarhagkvæmni í þessum geira er mikil. Því þarf framsækna aðgerðaráætlun sem kemur innlendri akuryrkju á þann stað,“ segir í greinargerð Félags svínabænda.

Ingvi Stefánsson verður áfram formaður Félags svínabænda, en félagið samþykkti á aðalfundi sínum að sameinast Bændasamtökum Íslands. Mynd / Aðsend

Félagi svínabænda ekki slitið

Að sögn Ingva verður Félagi svínabænda ekki slitið en starfsemi samtakanna færist undir

Bændasamtök Íslands. Sjóðir og eignir Félags svínabænda áfram vera á kennitölu þess og stjórnin, sem jafnframt er stjórn búgreinadeildarinnar innan nýja félagskerfisins, hefur umsjón með þeim.

 

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...