Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Takmarkað aðgengi og farið að tilmælum landlæknis
Fréttir 20. mars 2020

Takmarkað aðgengi og farið að tilmælum landlæknis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Engar vísbendingar eru um að SARS-CoV-2 veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum berist með matvælum samkvæmt áliti Matvælaöryggisstofnunar Evrópu. Þrátt fyrir það hafa íslenskir matvælaframleiðendur gert ráðstafanir til að takmarka aðgengi og draga þannig úr smithættu.

Talsmenn Matfugls og Mjólkur­samsölunnar segjast vera búnir að takmarka aðgengi að fyrirtækjunum og fara eftir tilmælum landlæknis.

Ekkert bendir til smits með matvælum

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Mast hefur EFSA bent á að reynsla fyrri faraldra af völdum skyldra kórónaveira, s.s. SARS-CoV og MERS-CoV faraldrarnir, sýni að smit átti sér ekki stað með matvælum. Sem stendur bendir ekkert til þess að annað eigi við um þann faraldur sem nú geisar.

Stjórnvöld og vísindamenn um heim allan fylgjast náið með þróuninni og hefur ekki verið tilkynnt um smit með matvælum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út ráðleggingar um meðhöndlun matvæla í varúðarskyni þar sem hvatt er til handþvottar, að hita kjöt í gegn og að forðast krossmengun milli eldaðra og hrárra matvæla. Nánari upplýsingar er að finna á vef WHO.

Allir fundir rafrænir

„Gæðaráð Mjólkursamsölunnar er í reglulegu sambandi við Embætti landlæknis og við höfum breytt starfseminni til að aðlaga okkur að þessum nýju aðstæðum,“ segir Sunna Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar.

Sunna Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar.

„Við höfum aflýst öllum ónauðsyn­­legum heimsóknum og ein­­ungis starfsfólk hefur aðgang að hús­unum nema nauðsyn krefji. Auk þess eiga allir fundir starfsfólks við utanaðkomandi að fara fram á netinu. Uppsetn­ingu og viðhaldi véla hefur einnig verið frestað í óákveðinn tíma. Það má því segja að einungis sé um allra nauðsynlegustu starfsemi að ræða.“

Sunna segir að ef í ljós komi að smit greinist hjá starfsmanni MS verði unnið með það í samstarfi við landlækni. „Við reynum að takmarka samskipti fólks milli deilda innanhúss eins og hægt er og flestir innanhússfundir eru rafrænir. Starfsmönnum er skammtaður matur tilbúinn á disk og því fólk ekki að hittast að óþörfu ef hægt er.“

Förum að fyrirmælum landlæknis

Sveinn Jónsson, framkvæmda­stjóri Matfugls ehf., segir að fyrirtækið sé búið að loka fyrir allar heimsóknir og að enginn hafi aðgang að fyrirtækinu nema starfsmenn.

Sveinn Jónsson, framkvæmda­stjóri Matfugls ehf.

„Við erum búin að loka fyrir allar heimsóknir í okkar fyrirtæki, hvort sem það eru sölumenn eða aðrir sem vilja kynna sér starfsemina. Svo er það Embætti landlæknis að ákveða hvað verður gert ef það kemur í ljós að einhver starfsmaður innan fyrirtækisins smitist og mæti til vinnu án þess að vita af því. Við báðum starfsfólk um að veita okkur upplýsingar um hvort það hafi verið á ferðalagi á svæðum sem eru skilgreind hættusvæði eða sé á leiðinni á slík svæði. Því var vel tekið og ekkert sem bendir til að um slík ferðalög hafi verið að ræða eða séu á döfinni. Við erum því að reyna að girða fyrir smit eftir bestu getu. Mér skilst að veiran smitist ekki með matvælum en við munum að sjálfsögðu fara eftir fyrirmælum landlæknis ef staðan breytist og ég er sannfærður um að embættið hafi góða yfirsýn og muni bregðast rétt við.“

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...