Þórarinn Ingi sækist ekki eftir endurkjöri til formennsku í LS
Rétt í þessu var aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) 2017 settur á Hótel Sögu. Í setningarræðu sinni sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, að hann ætlaði ekki að sækja eftir endurkjöri sem formaður samtakanna, en hann styddi Oddnýju Steinu Valsdóttur varaformann LS til formennsku.
Þórarinn Ingi var kjörinn formarður LS árið 2012 og tók við af Sindra Sigurgeirssyni. Þórarinn hafði þá betur í kosningu á milli hans og Einars Ófeigs Björnssonar.
Aðalfundur LS stendur yfir í dag en á morgun verður kosið til stjórnar LS klukkan 13 og síðan verður fagráðstefna haldin. Árshátíð LS verður svo annað kvöld.