Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram
Fréttir 27. mars 2020

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komi upp COVID-19 smit við matvælaframleiðslu ber tafarlaust að senda starfsfólk í sóttkví og þrífa vinnustaðinn samkvæmt tilmælum landlæknis áður en starfsemi getur haldið áfram. Ólíklegt er að vírusinn berist með matvælum.

Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðs­stjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, segir að ef uppkomi smit á COVID-19 veirunni í matvælaframleiðslu beri viðkomandi og öllum samstarfsmönnum að fara í sóttkví.

„Landlæknir ákveðu næstu skref og hvernig er brugðist er við. Fólk sem hefur greinst með COVID-19 eða er með nefrennsli, hósta eða hnerra má ekki vinna við að framleiða mat eða bera fram matvæli. Þessi regla er skýr í reglugerð um hollustuhætti matvæla og samkvæmt henni skulu stjórnendur matvælafyrirtækja gera ráðstafanir til að tryggja að starfsmenn sem meðhöndli matvæli sé heilbrigt.“

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis

Ingibjörg segir að ef starfsmaður greinist með COVID-19 og einkenni komið fram eftir að hafa mætt til vinnu á hann og samstarfsfólk hans tafarlaust að fara í sóttkví samkvæmt tilmælum landlæknis.

„Einnig eiga að fara fram þrif á vinnustaðnum samkvæmt leiðbeiningum landlæknis áður en vinnsla hefst aftur með öðrum starfsmönnum eða þegar sóttkví lýkur.“

Vírusinn þarf hýsil

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Mast þurfa kórónavírusar hýsil, menn eða dýr, og geta því ekki fjölgað sér í mat. „Litlar líkur eru taldar á að vírusinn geti borist með matvælum. Smit með matvælum þyrfti í öllu falli að fela í sér mengun frá sýktum einstaklingi sem meðhöndlar matvæli með óhreinum höndum, eða með dropasmiti frá hósta eða hnerra.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...