Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram
Fréttir 27. mars 2020

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komi upp COVID-19 smit við matvælaframleiðslu ber tafarlaust að senda starfsfólk í sóttkví og þrífa vinnustaðinn samkvæmt tilmælum landlæknis áður en starfsemi getur haldið áfram. Ólíklegt er að vírusinn berist með matvælum.

Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðs­stjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, segir að ef uppkomi smit á COVID-19 veirunni í matvælaframleiðslu beri viðkomandi og öllum samstarfsmönnum að fara í sóttkví.

„Landlæknir ákveðu næstu skref og hvernig er brugðist er við. Fólk sem hefur greinst með COVID-19 eða er með nefrennsli, hósta eða hnerra má ekki vinna við að framleiða mat eða bera fram matvæli. Þessi regla er skýr í reglugerð um hollustuhætti matvæla og samkvæmt henni skulu stjórnendur matvælafyrirtækja gera ráðstafanir til að tryggja að starfsmenn sem meðhöndli matvæli sé heilbrigt.“

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis

Ingibjörg segir að ef starfsmaður greinist með COVID-19 og einkenni komið fram eftir að hafa mætt til vinnu á hann og samstarfsfólk hans tafarlaust að fara í sóttkví samkvæmt tilmælum landlæknis.

„Einnig eiga að fara fram þrif á vinnustaðnum samkvæmt leiðbeiningum landlæknis áður en vinnsla hefst aftur með öðrum starfsmönnum eða þegar sóttkví lýkur.“

Vírusinn þarf hýsil

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Mast þurfa kórónavírusar hýsil, menn eða dýr, og geta því ekki fjölgað sér í mat. „Litlar líkur eru taldar á að vírusinn geti borist með matvælum. Smit með matvælum þyrfti í öllu falli að fela í sér mengun frá sýktum einstaklingi sem meðhöndlar matvæli með óhreinum höndum, eða með dropasmiti frá hósta eða hnerra.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...