Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með sameiningum á stofnunum undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Forstjóri Náttúrufræðistofnunar er Eydís Líndal Finnbogadóttir, en stofnunin varð formlega til í maí á þessu ári með sameiningu Landmælinga Íslands, Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Eydís var áður forstjóri Landmælinga Íslands frá 2019 og settur forstjóri Landmælinga Íslands frá árslokum 2021.
Sigrún Ágústsdóttir var skipuð forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar, sem tekur við þeirri starfsemi náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.
Hún var sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, þar með talið Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar.
Gestur Pétursson verður forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar. Hann var forstjóri PCC BakkiSilicon, frá árinu 2022, framkvæmdastjóri Veitna og forstjóri Elkem Ísland.