Eydís Líndal Finnbogadóttir, Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pétursson.
Eydís Líndal Finnbogadóttir, Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pétursson.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með sameiningum á stofnunum undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar er Eydís Líndal Finnbogadóttir, en stofnunin varð formlega til í maí á þessu ári með sameiningu Landmælinga Íslands, Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Eydís var áður forstjóri Landmælinga Íslands frá 2019 og settur forstjóri Landmælinga Íslands frá árslokum 2021.

Sigrún Ágústsdóttir var skipuð forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar, sem tekur við þeirri starfsemi náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hún var sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, þar með talið Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar.

Gestur Pétursson verður forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar. Hann var forstjóri PCC BakkiSilicon, frá árinu 2022, framkvæmdastjóri Veitna og forstjóri Elkem Ísland.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...