Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Eydís Líndal Finnbogadóttir, Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pétursson.
Eydís Líndal Finnbogadóttir, Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pétursson.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með sameiningum á stofnunum undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar er Eydís Líndal Finnbogadóttir, en stofnunin varð formlega til í maí á þessu ári með sameiningu Landmælinga Íslands, Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Eydís var áður forstjóri Landmælinga Íslands frá 2019 og settur forstjóri Landmælinga Íslands frá árslokum 2021.

Sigrún Ágústsdóttir var skipuð forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar, sem tekur við þeirri starfsemi náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hún var sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, þar með talið Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar.

Gestur Pétursson verður forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar. Hann var forstjóri PCC BakkiSilicon, frá árinu 2022, framkvæmdastjóri Veitna og forstjóri Elkem Ísland.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...