Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Öldungaráðið á skólabekk.
Öldungaráðið á skólabekk.
Mynd / Aðsendar
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Höfundur: Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á vörum: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“

Forstöðumenn MS-stöðvarinnar buðu öldungaráðinu til morgunverðar og fræðslufundar um þróun hins gamla Mjólkurbús Flóamanna og hvað væri framundan. Öldungaráðið er skipað heldri mönnum sem drekka kaffi í Bókasafninu í Ráðhúsi Árborgar á morgnana.

Hilmar Björnsson og Guðni Ágústsson við ræðustólinn.

Fyrirliði móttökunnar var Ágúst Þór Jónsson framleiðslustjóri, með honum voru Björn Baldursson, Ólafur Ragnarsson og Axel Sigurðsson.

Ágúst upplýsti að MS (Mjólkursamsalan) væri í eigu Auðhumlu samvinnufélags kúabænda sem ætti 80% í fyrirtækinu. Og KS (Kaupfélag Skagfirðinga) sem ætti 20%. hlut. Í dag er MS-stöðin ein af fjórum afurðastöðvum MS. Fjöldi ársverka hjá MS á landsvísu eru 417 talsins. Fjöldi ársverka MS Á Selfossi er um 112, að auki 18 bílstjórar. Fólk af 20 þjóðernum starfar hjá MS allan ársins hring.

Kúabændur eru um 476 talsins í dag og mjólka 26 þúsund kýr og framleiða um 150 milljónir lítra af mjólk. Um 74 þús. lítrar fara í gegnum stöðina á Selfossi og þar fer fram um helmingur af allri mjólkurvinnslu í landinu. Mjólkurbílarnir fara í á milli 75–80 þúsund heimsóknir árlega til að sækja mjólkina hringinn í kringum landið.

Ágúst og þeir MS menn fóru yfir þá miklu byltingu sem orðið hefur í mjólkurvinnslunni og kúabúskapnum frá 1990 til 2024. Árið 2004 fékk mjólkuriðnaðurinn heimild í búvörulögum til að hagræða í iðnaðinum með samvinnu við framleiðslu, sölu og dreifingu og birgðahalds mjólkurvara og einnig heimildir til sameiningar afurðastöðva. Þessar heimildir til samstarfs og sameiningar voru og eru undanskildar ákvæðum samkeppislaga. Þróunin er sú að frá 1990 hefur mjólkurbúum og dreifingarstöðvum í landinu fækkað úr 18 í 6. Kúabúum hefur fækkað úr tvö þúsund búum í 476. Þessir 476 bændur framleiða í betri fjósum meiri mjólk og kýrin hefur stóraukið afurðagetu sína, sem þakka ber fóðri, ræktun og bættum aðbúnaði, sagði Ágúst. Mjólkurframleiðslan var árið 1990 um 117 milljónir lítra en er í dag um 151 milljón lítra. Fram kom að nú er kjötiðnaðurinn og sauðfjárbændur að fá sömu heimild og mjólkuriðnaðurinn og kúabændur fengu 2004.

Mikil bylting hefur fylgt Ísey skyrinu sem er alþjóðlegt nafn og heldur utan um, sölu-, dreifingar- og markaðsmál fyrir erlenda starfsemi MS en Ísey skyr er framleitt á Selfossi fyrir innanlandsmarkað og einnig flutt út til Sviss, Benelúx og Bretlands. Einnig er það framleitt m.a. í Danmörku auk fleiri landa og selt víða um heim.

Fyrir dyrum stendur að MS ráðist fljótlega í byggingu á 1.200 fermetra viðbót við stöðina meðfram Austurveginum. Öldungaráðið naut gestrisni og borðaði nýhrært skyr með rjóma. Og á borðum var sýnishorn af fjölbreyttri framleiðslunni sem nú er í MBF-húsinu. Björn Gíslason rakari rifjaði upp að þegar hann sem strákur vann hjá MBF árið 1961 voru framleiðslutegundirnar um sex talsins. En þeir MS-félagar sögðu að í dag væru framleiddar um 227 vörunúmer.

Öldungarnir spurðu svo margra spurninga. Páll Imsland, sem hefur helgað sig litum og litaþróun á íslenskum búfjárstofnum, spurði: „Það er ljóst að fjölbreytileiki litanna í kúastofninum er verulega að minnka, stofninn er að verða rauður og rauðskjöldóttur. Hvernig væri séð í ljósi þess að árlega yrði verðlaunuð þau bú eða bændur sem best sinna litafjölbreytileikanum sem í stofninum býr með fallegum farandbikari og umfjöllun?“

Hilmar Björnsson, trésmiður og áður framkvæmdastjóri í Selós, minnti á hlut sinn í að hanna ræðustól MS, en Sigga á Grund skar út listaverkið sem prýðir hann.

Undirritaður spurði, í ljósi þess að íslenskan er okkar mál á fernunum og hefur gert þar lukku, hvort mennta- og skólayfirvöld ættu ekki að semja við MS um að nota fernurnar til að efla og styrkja lestrarhæfni barna og unglinga.

Öldungaráðið þakkar morgunstund og magnaðar upplýsingar um landbúnaðinn og mjólkuriðnaðinn. Heim fóru karlarnir sælir og vissu nú að MS-stöðin á Selfossi hefur dafnað í höndum móður sinnar, Mjólkurbús Flóamanna.

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...