Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tillaga til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands
Fréttir 21. janúar 2015

Tillaga til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands. Tillagan miðar að því að upplýsingar um ræktunarland séu aðgengilegar öllum og að mótuð verði stefna um varðveislu ræktunarlands þannig að komist verði hjá því að því verði varið óskynsamlega eða því spillt.

Í tillögunni segir að gróður- og jarðvegseyðing hafi verið og séu einhver stærstu umhverfisvandamál Íslands, enda hvergi orðið meiri í Evrópu en hér á landi og má telja hnignun landgæða sem orðið hefur hérlendis frá landnámi meðal veikleika nútímasamfélags Íslendinga, þar sem hún hafi dregið úr möguleikum til hagkvæmrar matvælaframleiðslu og kolefnisbindingar til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum.

„Það voru einungis fyrstu kynslóðir Íslendinga sem fengu að njóta óskertra eða lítt spilltra landgæða, hlutskipti síðari kynslóða hefur orðið að fást við hinar langvarandi afleiðingar sem gróður- og jarðvegseyðing skilur eftir sig," segir í tillögunni sem þrír þingmenn Vinstri grænna, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir lögðu fram.

Gott ræktunarland er takmörkuð auðlind hvarvetna og á það ekki síst við á Íslandi. Talið er að einungis um 600.000 hektarar lands geti talist hentugt ræktunarland hérlendis og af því hafa um 120.000 hektarar, eða því sem næst fimmtungur, þegar verið teknir til ræktunar.
 

Skylt efni: Alþingi | Landgræðsla

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...