Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tillaga til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands
Fréttir 21. janúar 2015

Tillaga til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands. Tillagan miðar að því að upplýsingar um ræktunarland séu aðgengilegar öllum og að mótuð verði stefna um varðveislu ræktunarlands þannig að komist verði hjá því að því verði varið óskynsamlega eða því spillt.

Í tillögunni segir að gróður- og jarðvegseyðing hafi verið og séu einhver stærstu umhverfisvandamál Íslands, enda hvergi orðið meiri í Evrópu en hér á landi og má telja hnignun landgæða sem orðið hefur hérlendis frá landnámi meðal veikleika nútímasamfélags Íslendinga, þar sem hún hafi dregið úr möguleikum til hagkvæmrar matvælaframleiðslu og kolefnisbindingar til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum.

„Það voru einungis fyrstu kynslóðir Íslendinga sem fengu að njóta óskertra eða lítt spilltra landgæða, hlutskipti síðari kynslóða hefur orðið að fást við hinar langvarandi afleiðingar sem gróður- og jarðvegseyðing skilur eftir sig," segir í tillögunni sem þrír þingmenn Vinstri grænna, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir lögðu fram.

Gott ræktunarland er takmörkuð auðlind hvarvetna og á það ekki síst við á Íslandi. Talið er að einungis um 600.000 hektarar lands geti talist hentugt ræktunarland hérlendis og af því hafa um 120.000 hektarar, eða því sem næst fimmtungur, þegar verið teknir til ræktunar.
 

Skylt efni: Alþingi | Landgræðsla

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...