Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hér á landi hefur verið óheimilt að fella hreindýrskálfa frá árinu 2011. Mynd / BBL.
Hér á landi hefur verið óheimilt að fella hreindýrskálfa frá árinu 2011. Mynd / BBL.
Fréttir 9. ágúst 2019

Tilmæli um að fella ekki kú frá kálfi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leyfi til veiða á hreintörfum er gengið í gildi og stendur til 15. september en veiðar á hreinkúm hefjast 1. ágúst og standa til 20. september.

Umhverfisstofnun hefur sent út tarfaleyfin til þeirra sem greitt hafa fyrir leyfið, staðist skotpróf og eru með veiðikort í gildi. Veiðileyfi fyrir kýr verða send út á næstu dögum.

Veiðistjórnun og velferð dýra

Fagráð um velferð dýra hefur beint þeim tilmælum til stofnunarinnar að veiðistjórnun og tímabil hrein­dýraveiða verði endurskoðað með tilliti til velferðar hreinkálfa sem verða móðurlausir á veiðitímabilinu. Í tilmælunum vísaði Fagráðið til þess að í Noregi væri lögð áhersla á þá veiðisiðfræði að fella ekki kú frá kálfi og að helst eigi að fella kálfinn á undan kúnni auk þess sem veiðar hefjast þar að jafnaði seinna en hér á landi. Fagráðið benti einnig á að nauðsynlegt sé að rannsóknir verði gerðar á þroska og afdrifum kálfa með tilliti til þess hvort þeir fylgi móður að vetri eða eru móðurlausir til að hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum hver áhrif veiða eru á afdrif kálfa.

Kálfaveiðibann reynist vel

Umhverfisstofnun hefur í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands kynnt sér þau gögn sem fyrir liggja um lifun kálfa sem missa móður á veiðitíma. Að mati stofnunarinnar gefa gögnin ekki til kynna að um sé að ræða neyðarástand hvað varðar afdrif móðurlausra kálfa. Í ljósi þess mælti stofnunin ekki með að veiðum á kúm væri seinkað í ár en stofnunin beinir þeim tilmælum til leiðsögumanna og veiðimanna með kýrleyfi að fella fremur kýr sem eru ekki með kálf heldur en kýr sem eru með kálf fyrstu tvær vikurnar í ágúst.

Hér á landi hefur verið óheimilt að fella kálfa frá árinu 2011 og því ekki hægt að fara að dæmi Norðmanna að fella þá. Að mati Umhverfisstofnunar hefur bannið við kálfaveiðum reynst mun betur en fyrra fyrirkomulag þegar kálfar voru felldir með kúm. Umhverfisstofnun leggst aftur á móti ekki gegn því að endurskoða megi veiðistjórnun á hreindýrum á grundvelli frekari rannsókna.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...