Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Smásjármynf af Tritrichomonas foetus
Smásjármynf af Tritrichomonas foetus
Mynd / wikipedia.org
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í sýni úr ketti. Sníkjudýrið getur valdið krónískum niðurgangi í köttum. Ólíklegt er að sú gerð sníkjudýrsins sem lifir í köttum geti valdið sýkingum í öðrum dýrum og það er almennt ekki talið hættulegt fólki.

Í tilkynningu á heimasíðu Mast segir að saursýni úr ketti með krónískan niðurgang hafi nýlega verið sent til rannsóknar á rannsóknarstofuna „Finn Pathologist“ í Bretlandi frá Gæludýraklíníkinni í Reykjavík.

Í sýninu greindist meðal annars sníkjudýrið Tritrichomonas foetus sem er svipudýr, einfrumungur af ættbálki protozoa. Matvælastofnun hefur ekki áður borist tilkynning um greiningu á þessu sníkjudýri hér á landi.

Sníkjudýrið er þekkt sem orsakavaldur að krónískum niðurgangi í köttum. Annað afbrigði af sníkjudýrinu sem ber sama heiti veldur fósturláti í kúm snemma á meðgöngu. Fósturlát af völdum T. foetus er tilkynningarskyldur smitsjúkdómur í nautgripum hér á landi, en hefur aldrei greinst. Sníkjudýrið í köttum er frábrugðið því sem finnst í kúm og ekki er talið að kettir beri smit í nautgripi.

Enn ein gerð af þessu sníkjudýri, sem kallast Tritrichomonas suis finnst í svínum, og þá gjarnan í nefholi eða meltingarvegi. Út frá rannsóknum á genamengi T. suis er það mun líkara T. foetus í nautgripum, en því afbrigði sem finnst í meltingarvegi katta. T. suis hefur aldrei greinst hér í landi.

Í örfáum tilvikum hefur Tritrichomonas foetus greinst í fólki erlendis og hefur þá verið um að ræða fólk með ónæmisbælingu af einhverjum orsökum.

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.