Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Refasmári er fjölær og áhugavert verður að fylgjast með hvort plönturnar lifa veturinn af. Myndir / Kristján Jóhannesson
Refasmári er fjölær og áhugavert verður að fylgjast með hvort plönturnar lifa veturinn af. Myndir / Kristján Jóhannesson
Fréttir 3. september 2019

Uppskeran refasmára minni en búist var við

Höfundur: Vilmundur Hansen
Kristján Jóhannesson á Bjarkarási 1 í Hvalfjarðarsveit gerði tilraun með að sá alfalfa, eða refasmára, á kvarthektara í sumar. Uppskeran sé minni en hann átti von á.
 
„Mig langaði að sjá hvernig refasmári, eða alfalfa, mundi dafna hér á landi eftir að ég las grein um plöntuna í Bændablaðinu síðastliðið haust og sáði smituðu fræi í kvarthektara í vor. Fræin spíruðu ágætlega og plönturnar rættu sig og hafa smám saman verið að tosast upp og stækka en þær eru talsvert misstórar. Sumarið hefur verið gott en þurrt og ég tel að þurrkurinn hafi hugsanlega dregið úr vextinum.
Það kom blóm á eina plöntu og ég varð afskaplega ánægður en svo urðu blómin ekki fleiri.“
Vöxtur refasmárans var misjafn í sumar og minnstur þar sem jörðin var þurrust.
 
Spenntur að sjá hvort  plantan lifi veturinn
 
Kristján segir að eftir að hann fór að hafa áhyggjur af þurrkinum hafi hann lagt vatnsleiðslu niður að spildunni og farið að vökva plönturnar reglulega. Hann segist ekki frá því að vöxturinn hafi verið minni á þurrustu stöðum á spildunni en þar sem raki var meiri. 
 
„Ég er samt ekki búinn að gefast upp. Refasmári er fjölær planta og ég hef lesið að vöxturinn geti verið hægur til að byrja með en aukist með árunum og nú er að sjá hvort plönturnar lifa veturinn af og herði á vextinum næsta sumar.“
 
Ég er reyndar ekki viss hvort ég eigi að láta plönturnar standa eða slá þær fyrir veturinn og reyni því kannski bæði. Slái hluta og láti hluta standa.“
 
Hestarnir hrifnir 
 
Kristján segist hafa prófað að gefa hestum tuggu af ferskum refasmára og að þeir hafi rifið hana í sig með bestu lyst. „Ég smakkaði plöntuna líka og finnst hún ágæt á bragðið og ætti alveg að henta í salat.“     /VH
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...