Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þverun Þorskafjarðar. Brúin verður milli Þórisstaða og Kinnarstaða.
Þverun Þorskafjarðar. Brúin verður milli Þórisstaða og Kinnarstaða.
Fréttir 17. febrúar 2021

Vegagerðin framkvæmir fyrir 27 milljarða í ár

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Heilmiklar framkvæmdir eru boðaðar hjá Vegagerðinni nú á árinu 2021. Þær nema alls ríflega 27 milljörðum króna, þar af eru 15,5 milljarðar til ný­framkvæmda og um 12 milljörðum verður varið til viðhalds.

Væntanlegar framkvæmdir voru kynntar á útboðsþingi Vega­gerðarinnar fyrir skemmstu og frá þeim er sagt á vefsíðu hennar.

Breyting á vegstæði við Hornafjarðarfljót

Stærsta einstaka verkið hjá Vega­gerðinni er breyting á veg­stæði Hringvegarins um Horna­fjarðarfljót. Það er svokallað samvinnuverkefni opinberra og einkaaðila og mun kosta um sex milljarða. Sú leið mun stytta Hringveginn um tíu til tólf kílómetra. Vegagerðin hyggst verja 2,2 milljörðum króna til framkvæmda við Suðurlandsveg en það er hluti samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2019.

Þverun Þorskafjarðar og Axarvegur

Jafnframt er áætlað að verja 3,5 milljörðum til áframhaldandi framkvæmda á veginum um Kjalarnes og allt að 3 milljörðum til þverunar Þorskafjarðar og sömu fjárhæð til Axarvegar sem er samvinnuverkefni.

Á næstu þremur árum verður farið í endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn og áætlanir gera ráð fyrir að til þess verði varið tæpum 2,8 milljörðum króna. 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...