Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þverun Þorskafjarðar. Brúin verður milli Þórisstaða og Kinnarstaða.
Þverun Þorskafjarðar. Brúin verður milli Þórisstaða og Kinnarstaða.
Fréttir 17. febrúar 2021

Vegagerðin framkvæmir fyrir 27 milljarða í ár

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Heilmiklar framkvæmdir eru boðaðar hjá Vegagerðinni nú á árinu 2021. Þær nema alls ríflega 27 milljörðum króna, þar af eru 15,5 milljarðar til ný­framkvæmda og um 12 milljörðum verður varið til viðhalds.

Væntanlegar framkvæmdir voru kynntar á útboðsþingi Vega­gerðarinnar fyrir skemmstu og frá þeim er sagt á vefsíðu hennar.

Breyting á vegstæði við Hornafjarðarfljót

Stærsta einstaka verkið hjá Vega­gerðinni er breyting á veg­stæði Hringvegarins um Horna­fjarðarfljót. Það er svokallað samvinnuverkefni opinberra og einkaaðila og mun kosta um sex milljarða. Sú leið mun stytta Hringveginn um tíu til tólf kílómetra. Vegagerðin hyggst verja 2,2 milljörðum króna til framkvæmda við Suðurlandsveg en það er hluti samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2019.

Þverun Þorskafjarðar og Axarvegur

Jafnframt er áætlað að verja 3,5 milljörðum til áframhaldandi framkvæmda á veginum um Kjalarnes og allt að 3 milljörðum til þverunar Þorskafjarðar og sömu fjárhæð til Axarvegar sem er samvinnuverkefni.

Á næstu þremur árum verður farið í endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn og áætlanir gera ráð fyrir að til þess verði varið tæpum 2,8 milljörðum króna. 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...