Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Rjúpnaveiði hefst 25. október. Eftirleiðis verður veiðistjórnun svæðisbundin, á sex svæðum.
Rjúpnaveiði hefst 25. október. Eftirleiðis verður veiðistjórnun svæðisbundin, á sex svæðum.
Mynd / Pixabay
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla að sjálfbærum veiðum og viðhaldi stofnsins.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu er sú fyrsta sinnar tegundar fyrir dýrastofn á Íslandi. Hún er sögð mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærum veiðum og að rjúpnastofninn haldi sínu hlutverki sem lykiltegund í sínu vistkerfi.

Þá segja stjórnvöld að með áætluninni verði tímamót í veiðistjórnun rjúpu. Héðan í frá verði veiðistjórnun á rjúpu svæðisbundin, þar sem landinu er skipt niður í sex svæði.

Fastir þættir sem ekki breytast á milli ára hafa verið staðfestir, svo sem að veiðitímabil hefjist fyrsta föstudag á eða eftir 20. október, veiðidagar séu heilir og veiði sé leyfileg föstudaga til þriðjudaga innan veiðitímabils. Þá voru stofnlíkön þróuð og verða notuð til að reikna út ákjósanlega lengd veiðitímabils sem getur verið mismunandi á milli svæða. Þessir föstu þættir eru sagðir stuðla að gagnsæi, fyrirsjáanleika og skilvirkni veiðistjórnunar á rjúpu sem auki traust á milli opinberra stofnana, hagsmunaaðila og almennings.

Áætlunin er afrakstur samstarfs Umhverfisstofnunar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar. Samstarfshópurinn fékk einnig aðstoð frá dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð.

Rjúpa (Lagopus muta) er eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega ganga að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Vísbendingar eru um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og er tegundin á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðja ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu eru loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði.

Rjúpnaveiði hefst 25. október.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...