Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verðþróun afurða til svínabænda, verðlagsþróun og þróun á verðlagningu afurða til neytenda. Á sama tíma hefur neysluverðsvísitala hækkað um 7,5% og svínakjötsafurðir hækkað um 7,4 til 8,6%. Hér er búið að taka tillit til breytinga á virðisaukaskatti.
Verðþróun afurða til svínabænda, verðlagsþróun og þróun á verðlagningu afurða til neytenda. Á sama tíma hefur neysluverðsvísitala hækkað um 7,5% og svínakjötsafurðir hækkað um 7,4 til 8,6%. Hér er búið að taka tillit til breytinga á virðisaukaskatti.
Fréttir 7. júlí 2016

Verð á svínakjöti hefur hækkað til neytenda en lækkað til bænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afurðaverð til svínabænda hefur lækkað um tæp 9% á síðustu þremur árum.  Á sama tíma hefur neysluverðsvísitala hækkað um 7,5% og svínakjötsafurðir hækkað um 7,4 til 8,6% í verslunum. 

Björgvin Jón Bjarnason, formaður Svínaræktarfélagsins, segir erfitt að skilja hvers vegna verð á svínakjöti til neytenda út úr búð hafi hækkað undanfarin ár en á sama tíma hafi afurðaverð til bænda lækkað.

„Undanfarin þrjú ár höfum við séð að verð til bænda hefur lækkað um rúm 9% en á sama tíma hefur verð út úr búð hækkað um rúm 7%, jafnvel þótt tekið sé tillit til hækkunar á virðisaukaskatti á matvæli. Hér er því um að ræða raunhækkun á svínakjötsafurðum til neytenda út úr búð.

Við vitum að vara eins og svínakjöt hækkar samkvæmt virðiskeðju sem hefst hjá bónda og lýkur við kassann í verslunum eftir að hafa farið í gegnum sláturhús og afurðavinnslur.“

Neytendur greiða hærra verð

„Ég hef svo sem ekki mikið verið að velta fyrir mér hvar hækkunin verður en að mínu mati er hún óeðlilega mikil og neytendur eru sannanlega að greiða hærra verð fyrir okkar afurðir þrátt fyrir að verð til bænda hafi lækkað. Hækkunin kemur því ekki frá okkur.“

Björgvin segir að eins og búast megi við beri allir fimlega af sér sakir þegar leitað sé svara við því af hverju svínakjöt til neytenda hafi hækkað eins mikið og raun ber vitni. Fulltrúar verslunarinnar segja af og frá að álagningin hjá þeim hafi hækkað og sama segja fulltrúar afurðafyrirtækjanna.
Innflutningur pressar niður verð til bænda

Björgvin segir að í dag sé eftirspurn eftir svínakjöti meiri en framboð en að samt sem áður hafi verð til framleiðenda ekki hækkað að neinu ráði. Innflutningur á svínakjöti er greinilega að pressa verðið til framleiðenda niður.

Hækka úr 500 í 2.000 krónur

Samkvæmt gögnum sem Bændablaðið hefur undir höndum er tollverð (CIF-verð) á innfluttum svínalundum 757 krónur kílóið en það er selt út úr búð, að frádregnum virðisaukaskatti, á um 2.000 krónur. CIF-verð á svínahryggvöðvum er 451 króna kílóið en útsöluverð út úr búð er svipað og á svínalundum.

Ekki verðlagt í samræmi við innflutningsverð

Svínalundir og hryggvöðvar frá löndum ESB eru fluttir til landsins á tvenns konar kjörum. Annars vegar með 18% tolli að viðbættum magntolli sem er 664 krónur kílóið. Hins vegar og mun líklegra er að kjötið sé flutt til landsins á tollkvóta ESB. Tollkvótinn er án tolla en innflytjandinn greiðir hins vegar fyrir kvótann í útboði sem atvinnuvegaráðuneytið auglýsir.Tollkvóti fyrir árið 2016 var alls 200 tonn og seldur fyrir 255 krónur kílóið.

Verðhækkun á öðrum svína­kjötsafurðum er í svipuðum stíl og í flestum tilfellum er um að ræða vöru sem ekkert er unnin hér á landi. Álagningin er því hraustleg.

Ein af rökum verslunarinnar fyrir auknum innflutningi á land­búnaðarvörum er að inn­flutningurinn leiði til lægra matvælaverðs þrátt fyrir að slíkt sé ekki raunin.

Innflutningur á svínakjöti árið 2015 var 573 tonn en var 364 tonn árið 2013. Á saman tíma hefur innlend svínakjötsframleiðsla aukist úr 6.008 tonnum í 6.512 tonn.

Björgvin segir að svo virðist vera, enn sem komið er, að innlend vara stjórni verðinu á markaði. Með öðrum orðum að innflutt vara sé verðlögð eins nálægt innlendri framleiðslu og hægt er en ekki í samræmi við innflutningsverð. Þetta geri það að verkum að innlendir svínaframleiðendur eiga afar erfitt með að keppa við ódýrt innflutt kjöt sem kemur frá meginlandinu.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...