Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verðlækkun SS á sauðfjárafurðum minni en annarra
Mynd / BBL
Fréttir 25. ágúst 2017

Verðlækkun SS á sauðfjárafurðum minni en annarra

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) birti í dag verðskrá sína vegna sauðfjárslátrunar haustið 2017. Meðalverð fyrir lömb lækkar um 28,6 prósent miðað við verð í fyrra, fer úr 581,70 kr/kg í 415,28 kr/kg.

Þetta er þriðja verðskráin sem hefur verið birt meðal sláturleyfishafa og er verðlækkun SS 5,7 prósentum minni en hjá Norðlenska og 7,2 prósentum minni en hjá KS/SKVH að meðaltali þegar verðskrár eru bornar saman fyrir lömb. SS borgar 415 kr/kg að meðaltali fyrir lömb, Norðlenska 352,39 kr/kg og KS/SKVH 348,00 kr/kg.

Verðlækkun fyrir fullorðið fé nemur um 11,6 prósentum hjá SS, en það þýðir að verðið er komið nær hinum tveimur sláturleyfishöfunum sem ekki lækkuðu þetta verð núna. SS borgar þó ennþá meira fyrir fullorðið eða að meðaltali 117,44 kr/kg, en Norðlenska 110,56 kr/kg og KS/SKVH 115,80 kr/kg.

Verðskrá Sláturfélags Suðurlands

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...