Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verðlækkun SS á sauðfjárafurðum minni en annarra
Mynd / BBL
Fréttir 25. ágúst 2017

Verðlækkun SS á sauðfjárafurðum minni en annarra

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) birti í dag verðskrá sína vegna sauðfjárslátrunar haustið 2017. Meðalverð fyrir lömb lækkar um 28,6 prósent miðað við verð í fyrra, fer úr 581,70 kr/kg í 415,28 kr/kg.

Þetta er þriðja verðskráin sem hefur verið birt meðal sláturleyfishafa og er verðlækkun SS 5,7 prósentum minni en hjá Norðlenska og 7,2 prósentum minni en hjá KS/SKVH að meðaltali þegar verðskrár eru bornar saman fyrir lömb. SS borgar 415 kr/kg að meðaltali fyrir lömb, Norðlenska 352,39 kr/kg og KS/SKVH 348,00 kr/kg.

Verðlækkun fyrir fullorðið fé nemur um 11,6 prósentum hjá SS, en það þýðir að verðið er komið nær hinum tveimur sláturleyfishöfunum sem ekki lækkuðu þetta verð núna. SS borgar þó ennþá meira fyrir fullorðið eða að meðaltali 117,44 kr/kg, en Norðlenska 110,56 kr/kg og KS/SKVH 115,80 kr/kg.

Verðskrá Sláturfélags Suðurlands

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...