Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar 72 nemendur brautskráðust frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 31. maí.

Nemendur voru þar að klára starfsmenntanám, háskólabrautir og framhaldsnám. Tabea Elisabeth útskrifaðist úr landslagsarkitektúr með einkunnina 8,97 en hún hlaut einnig verðlaun fyrir besta árangur fyrir BS-lokaverkefni ásamt Magnúsi Guðbergi Jónssyni Núpan. Í lokaverkefni sínu vann Tabea hönnunarleiðbeiningar tengdar frjókornaofnæmi í borgarlandslagi. Viðfangsefni Magnúsar var býflugnarækt í borgarumhverfi.

Lára Guðnadóttir hlaut verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir besta árangur á búfræðiprófi. Hún hlaut einnig verðlaun Búnaðarsamtaka Vesturlands fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum. Sunna Lind Sigurjónsdóttir er handhafi verðlauna RML fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum en hún var einnig verðlaunuð fyrir árangur í námsdvöl. Vésteinn Valgarðsson hlaut verðlaun, gefin af Líflandi, fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum. Í heild voru 22 nýir búfræðingar útskrifaðir ásamt tveimur garðyrkjufræðingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá LbhÍ. Skólinn brautskráði nemendur af fimm BS-brautum. Eydís Ósk Jóhannesdóttir og Marta Stefánsdóttir hlutu verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir góðan árangur á búvísindabraut. Steindóra Ólöf Haraldsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur í hestafræðum og Anna Björg Sigfúsdóttir fyrir góðan árangur í náttúru- og umhverfisfræðum. Narfi Hjartason hlaut svo verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi í skógfræði.

Sautján nemendur útskrifuðust með meistarapróf. Díana Berglind Valbergsdóttir og Valdís Vilmarsdóttir hlutu verðlaun fyrir góðan árangur á MS-prófi í skipulagsfræðum. Franklin Harris fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í námi á umhverfisbreytingum á norðurslóðum og Kári Freyr Lefever fyrir frábæran árangur í rannsóknamiðuðu meistaranámi. Þá lauk Maria Wilke doktorsprófi í skipulagsfræði á árinu að því er fram kemur í tilkynningu LbhÍ.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...