Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Víðförull hnúfubakur
Fréttir 31. janúar 2020

Víðförull hnúfubakur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr í þessu ári sást hvalur við Cape Samana-eyju í Dóminíska lýðveldinu og af ljósmynd tókst að greina að um væri að ræða hnúfubak sem greindist síðast með öruggum hætti við Ísland árið 2016.

Greining hvalsins sýnir hversu mikilvæg alþjóðleg samvinna er þegar kemur að fartegundum eins og hnúfubak. Hnúfubakar í Norður-Atlantshafi eyða sumrinu á norðlægum slóðum við fæðuöflun á hafsvæðinu frá Íslandi til Noregs. Á veturna halda þeir suður á bóginn á æxlunarstöðvarnar nærri miðbaug, allt frá Karíbahafi austur að Grænhöfða­eyjum.

Myndinni var deilt á Facebook-síðu sem er tileinkuð hnúfubökum og með samanburði við ISMN gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar (íslenski Megaptera novaengliae - íslenski hnúfubaksgagnagrunnurinn) tókst að sjá að þar var á ferðinni hnúfubakur ISMN0122.

ISMN gagnagrunnurinn, sem er í umsjón Valerie Chosson og Gísla Arnórs Víkingssonar á Hafrannsóknastofnun, saman­stendur af yfir 1000 greindum einstaklingum sem myndaðir hafa verið í hinum ýmsu leiðöngrum í kringum landið á vegum stofnunarinnar, samstarfsaðilum hennar og einstaklingum, allt frá því um 1980 til dagsins í dag. 

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...