Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Víðförull hnúfubakur
Fréttir 31. janúar 2020

Víðförull hnúfubakur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr í þessu ári sást hvalur við Cape Samana-eyju í Dóminíska lýðveldinu og af ljósmynd tókst að greina að um væri að ræða hnúfubak sem greindist síðast með öruggum hætti við Ísland árið 2016.

Greining hvalsins sýnir hversu mikilvæg alþjóðleg samvinna er þegar kemur að fartegundum eins og hnúfubak. Hnúfubakar í Norður-Atlantshafi eyða sumrinu á norðlægum slóðum við fæðuöflun á hafsvæðinu frá Íslandi til Noregs. Á veturna halda þeir suður á bóginn á æxlunarstöðvarnar nærri miðbaug, allt frá Karíbahafi austur að Grænhöfða­eyjum.

Myndinni var deilt á Facebook-síðu sem er tileinkuð hnúfubökum og með samanburði við ISMN gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar (íslenski Megaptera novaengliae - íslenski hnúfubaksgagnagrunnurinn) tókst að sjá að þar var á ferðinni hnúfubakur ISMN0122.

ISMN gagnagrunnurinn, sem er í umsjón Valerie Chosson og Gísla Arnórs Víkingssonar á Hafrannsóknastofnun, saman­stendur af yfir 1000 greindum einstaklingum sem myndaðir hafa verið í hinum ýmsu leiðöngrum í kringum landið á vegum stofnunarinnar, samstarfsaðilum hennar og einstaklingum, allt frá því um 1980 til dagsins í dag. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...