Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Fréttir 12. desember 2022

Vilja hesthúsalóðir sem fyrst

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Petra Kristín Kristinsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Sindra, hefur skrifað sveitarstjórn Mýrdalshrepps erindi fyrir hönd félagsins þar sem kallað er eftir því að drifið verði í að auglýsa lóðir undir hesthús í Vík.

Hún gerir um leið athugasemd við hversu seint gengur að klára málið og auglýsa lóðir.

Í erindinu segir hún að það sé farið að þrengjast verulega að þeim sem nýta hesthúsið í þorpinu. Erfitt sé að komast að og frá aðstöðunni á reiðveg vegna fjölda ferðamanna, bæði á bílum og gangandi vegfarenda.

Þrjú hús fyrir 155 félagsmenn

Svæði Hestamanna­ félagsins Sindra nær frá Álftaveri í austri og að Markarfljóti í vestri. Um 155 félagsmenn eru skráðir í Sindra en hesthúsin í Vík eru aðeins þrjú talsins og þar af hýsir eitt þeirra hestaleigu eingöngu. „Einnig eru þau sem eiga hesthús næst sjónum orðin uggandi vegna ágangs sjávar þar. Það er því von okkar að Mýrdalshreppur drífi í að klára málin og auglýsa lóðir, sem allra fyrst svo hægt sé að fara að nýta þetta svæði og svo í framhaldinu fara að vinna í að gera reiðvöll og vonandi reiðhöll þegar frá líður, því það stendur okkur fyrir þrifum að hafa ekki almennilega aðstöðu í sveitarfélaginu,“ segir Petra Kristín. Sveitarstjórn þakkaði fyrir erindið á síðasta fundi sínum og fól skipulags­ og byggingarfulltrúa að auglýsa lóðir þegar hægt er.

Skylt efni: hesthús

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...