Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Fréttir 12. desember 2022

Vilja hesthúsalóðir sem fyrst

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Petra Kristín Kristinsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Sindra, hefur skrifað sveitarstjórn Mýrdalshrepps erindi fyrir hönd félagsins þar sem kallað er eftir því að drifið verði í að auglýsa lóðir undir hesthús í Vík.

Hún gerir um leið athugasemd við hversu seint gengur að klára málið og auglýsa lóðir.

Í erindinu segir hún að það sé farið að þrengjast verulega að þeim sem nýta hesthúsið í þorpinu. Erfitt sé að komast að og frá aðstöðunni á reiðveg vegna fjölda ferðamanna, bæði á bílum og gangandi vegfarenda.

Þrjú hús fyrir 155 félagsmenn

Svæði Hestamanna­ félagsins Sindra nær frá Álftaveri í austri og að Markarfljóti í vestri. Um 155 félagsmenn eru skráðir í Sindra en hesthúsin í Vík eru aðeins þrjú talsins og þar af hýsir eitt þeirra hestaleigu eingöngu. „Einnig eru þau sem eiga hesthús næst sjónum orðin uggandi vegna ágangs sjávar þar. Það er því von okkar að Mýrdalshreppur drífi í að klára málin og auglýsa lóðir, sem allra fyrst svo hægt sé að fara að nýta þetta svæði og svo í framhaldinu fara að vinna í að gera reiðvöll og vonandi reiðhöll þegar frá líður, því það stendur okkur fyrir þrifum að hafa ekki almennilega aðstöðu í sveitarfélaginu,“ segir Petra Kristín. Sveitarstjórn þakkaði fyrir erindið á síðasta fundi sínum og fól skipulags­ og byggingarfulltrúa að auglýsa lóðir þegar hægt er.

Skylt efni: hesthús

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...