Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Fréttir 12. desember 2022

Vilja hesthúsalóðir sem fyrst

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Petra Kristín Kristinsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Sindra, hefur skrifað sveitarstjórn Mýrdalshrepps erindi fyrir hönd félagsins þar sem kallað er eftir því að drifið verði í að auglýsa lóðir undir hesthús í Vík.

Hún gerir um leið athugasemd við hversu seint gengur að klára málið og auglýsa lóðir.

Í erindinu segir hún að það sé farið að þrengjast verulega að þeim sem nýta hesthúsið í þorpinu. Erfitt sé að komast að og frá aðstöðunni á reiðveg vegna fjölda ferðamanna, bæði á bílum og gangandi vegfarenda.

Þrjú hús fyrir 155 félagsmenn

Svæði Hestamanna­ félagsins Sindra nær frá Álftaveri í austri og að Markarfljóti í vestri. Um 155 félagsmenn eru skráðir í Sindra en hesthúsin í Vík eru aðeins þrjú talsins og þar af hýsir eitt þeirra hestaleigu eingöngu. „Einnig eru þau sem eiga hesthús næst sjónum orðin uggandi vegna ágangs sjávar þar. Það er því von okkar að Mýrdalshreppur drífi í að klára málin og auglýsa lóðir, sem allra fyrst svo hægt sé að fara að nýta þetta svæði og svo í framhaldinu fara að vinna í að gera reiðvöll og vonandi reiðhöll þegar frá líður, því það stendur okkur fyrir þrifum að hafa ekki almennilega aðstöðu í sveitarfélaginu,“ segir Petra Kristín. Sveitarstjórn þakkaði fyrir erindið á síðasta fundi sínum og fól skipulags­ og byggingarfulltrúa að auglýsa lóðir þegar hægt er.

Skylt efni: hesthús

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...