Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vill auka sveigjanleika til að framleiða það sem hentugra kann
Fréttir 27. mars 2015

Vill auka sveigjanleika til að framleiða það sem hentugra kann

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda að að nauðsynlegt væru að skoða og breyta fyrirkomulagi stuðnings við sauðfjárbændur þannig að bændur gætu aukið fjölbreytni í framleiðslu sinni samhlið sauðfjárræktinni.

„Nú veit ég ekki hvort einhver hér inn, gæti hugsað sér að skipta algerlega um í þessum efnum og auðvita eru einverjir með blönduð bú. En hljótum við ekki að spyrja okkur; hvernig getum við brugðist við skorti [hér er ráðherra að tala um skort á nautakjöti] og tryggt okkar tekjur í leiðinni, án þess að fyrirgera þeim stuðningi sem við nú höfum sem sauðfjárbændur? Stutta svarið liggur í því að breyta um fyrirkomulag styrkja. Það er að segja taka upp, að hluta eða breyta styrkjafyrirkomulagi, sem verður til þess að auka frelsi manna til framleiðslu.

Ég vil nefna það sérstaklega hér, að ég tel að það verði að vinda ofan af miklum fjármagnskostnaði sem plagað hefur bændur vegna kaupa á greiðslumarki. Ég fæ ekki betur séð en að í þeim viðskiptum fari alltof stór hluti af tekjum bænda til annarra en þeirra sjálfra. Kerfið er ekki hugsað fyrir lánastofnanir, heldur framleiðendur og neytendur.

Rétt er að leggja áherslu á það, að ég sé ekki fyrir mér að taka stuðning af þeim sem njóta hans núna og færa öðrum, heldur eingöngu að íhuga hvort auka þurfi sveigjanleika manna til að framleiða það sem hentugra kann að þykja. Þetta á ekki aðeins við um sauðfjárbændur, heldur alla bændur.

Ég vil minna á, að spár gera ráð fyrir stórauknum fjölda ferðamanna á komandi árum. Þá er tvennt í boði vegna skorts á nautakjöti; framleiða meira, eða flytja það inn. Innflutningur á nautgripakjöti var riflega 1.000 tonn árið 2014, að andvirði rúmlega 900 milljóna króna. Þarna er því nokkru að slægjast og ef þið getið teygt ykkur eftir sneið af kökunni með arðbærum hætti, því skylduð þið ekki gera það?“
 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...