Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vörslusvipting á Norðurlandi
Mynd / Mast
Fréttir 26. janúar 2017

Vörslusvipting á Norðurlandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Matvælastofnun segir frá því á heimasíðu sinni að stofnunin hafi svipt bónda á Norðurlandi nautgripum sínum vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu. Lagt var hald á 215 nautgripi, 45 voru fluttir í sláturhús, en 170 verða í vörslu Matvælastofnunar á bænum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Veittur hefur verið skammur frestur til að uppfylla kröfur stofnunarinnar um úrbætur.

Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að stofnunin hafi haft afskipti af býlinu undanfarin misseri vegna ófullnægjandi aðbúnaðar og umhirðu naugripa.

"Gripunum hefur ekki verið tryggður fullnægjandi aðgangur að drykkjarhæfu vatni og fóðri spillt með ágangi gripa og óhreinindum í fóðurgangi. Þéttleiki í smákálfastíum hefur verið of mikill og laus naut haldin innan um bundnar kýr. Eigin eftirliti hefur verið ábótavant, m.a. hefur slösuðum gripum ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti eða leitað lækninga og hefur þurft að aflífa gripi af þeim sökum. Einnig hefur lögbundnum skráningum verið ábótavant. Um endurtekin brot er að ræða án þess að kröfur stofnunarinnar um úrbætur væru virtar. Lög um velferð dýra veita Matvælastofnun heimild til að framkvæma vörslusviptingu á dýrum þegar eigendur þeirra fylgja ekki reglum um velferð dýra og virða ekki tilgreinda fresti sem þeim eru gefnir til úrbóta."

Jafnframt segir í tilkynningu Mast að á haustmánuðum hafi verið lagðar dagsektir á ábúendur til að knýja fram úrbætur á frávikum vegna dýravelferðarmála á bænum. Fullnægjandi úrbætur hafa hins vegar ekki verið gerðar. 

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...