Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vörslusvipting á Norðurlandi
Mynd / Mast
Fréttir 26. janúar 2017

Vörslusvipting á Norðurlandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Matvælastofnun segir frá því á heimasíðu sinni að stofnunin hafi svipt bónda á Norðurlandi nautgripum sínum vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu. Lagt var hald á 215 nautgripi, 45 voru fluttir í sláturhús, en 170 verða í vörslu Matvælastofnunar á bænum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Veittur hefur verið skammur frestur til að uppfylla kröfur stofnunarinnar um úrbætur.

Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að stofnunin hafi haft afskipti af býlinu undanfarin misseri vegna ófullnægjandi aðbúnaðar og umhirðu naugripa.

"Gripunum hefur ekki verið tryggður fullnægjandi aðgangur að drykkjarhæfu vatni og fóðri spillt með ágangi gripa og óhreinindum í fóðurgangi. Þéttleiki í smákálfastíum hefur verið of mikill og laus naut haldin innan um bundnar kýr. Eigin eftirliti hefur verið ábótavant, m.a. hefur slösuðum gripum ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti eða leitað lækninga og hefur þurft að aflífa gripi af þeim sökum. Einnig hefur lögbundnum skráningum verið ábótavant. Um endurtekin brot er að ræða án þess að kröfur stofnunarinnar um úrbætur væru virtar. Lög um velferð dýra veita Matvælastofnun heimild til að framkvæma vörslusviptingu á dýrum þegar eigendur þeirra fylgja ekki reglum um velferð dýra og virða ekki tilgreinda fresti sem þeim eru gefnir til úrbóta."

Jafnframt segir í tilkynningu Mast að á haustmánuðum hafi verið lagðar dagsektir á ábúendur til að knýja fram úrbætur á frávikum vegna dýravelferðarmála á bænum. Fullnægjandi úrbætur hafa hins vegar ekki verið gerðar. 

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...