Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vífill og Alejandra á Syðra-Holti í Svarfaðardal tóku á móti gestum úr sveitinni á Lífræna daginn, stóðu fyrir kynningum og fyrirlestrum, voru með smakk og seldu vörur. Þau buðu upp á blómkálssúpu með alls konar fersku og gerjuðu grænmeti, allt saman úr þeirra eigin lífrænt vottuðu afurðum.
Vífill og Alejandra á Syðra-Holti í Svarfaðardal tóku á móti gestum úr sveitinni á Lífræna daginn, stóðu fyrir kynningum og fyrirlestrum, voru með smakk og seldu vörur. Þau buðu upp á blómkálssúpu með alls konar fersku og gerjuðu grænmeti, allt saman úr þeirra eigin lífrænt vottuðu afurðum.
Mynd / Lífrænt Ísland
Líf og starf 13. október 2023

Fjórir viðburðir á Lífræna deginum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur í annað sinn laugardaginn 16. september.

Fjórir viðburðir voru haldnir víðs vegar um landið og einn viðburður á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík sem Lífrænt Ísland stóð fyrir. Viðburðirnir gengu mjög vel og fengu framleiðendur víðs vegar um landið fjölda gesta til sín til að sjá, smakka og kynnast hvað lífræn ræktun snýst um.

Lífræna vottunarkerfið er alþjóðlegt gæðastýringarkerfi sem hefur verið til í yfir 50 ár. Markmiðið með að halda Lífræna daginn er að vekja athygli á þessari tegund ræktunar á Íslandi og fræða fólk um gildi vottunarinnar.

Meiri fræðsla

„Við hjá Lífrænu Íslandi höfum verið að leggja áherslu á meiri fræðslu til neytenda,“ segir Anna María Björnsdóttir, verkefnastjóri Lífræna dagsins. „Það liggur svo gríðarlega margt að baki þegar vara fær lífræna vottunarmerkið, hlutir sem neytendur eru ekki upplýstir um á matarumbúðum eða í verslunum en skiptir marga neytendur máli.

Fyrir Lífræna daginn útbjuggum við samfélagsmiðlaefni sem hefur það markmið að fræða neytendur um hvað það þýðir þegar vara er með lífræna vottun. Einnig gerðum við fallegt fræðsluplakat með upplýsingum um hvað liggur að baki því að vara sé með lífræna vottun.

Í lífrænni ræktun eru reglur um dýravelferð strangari. Í lífrænum landbúnaði hafa kýr og kindur meira rými á húsi, fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði allt árið um kring, þegar veður leyfir. Lífrænir bændur vinna að því að fyrirbyggja veikindi dýranna og huga að heilbrigði þeirra m.a. með því að leyfa þeim að lifa eins og þeim er eðlilegt í náttúrunni.

Í lífrænni ræktun eru ekki notuð eiturefni. Í staðinn nota lífrænir bændur náttúrulegar aðferðir til að vernda plöntur gegn sjúkdómum og ágengi sumra skordýra og vernda þannig líffræðilegan fjölbreytileika. Samkvæmt Evrópsku matvæla- öryggisstofnuninni (EFSA eru eiturefnaleifar í um helmingi af öllum almennum matvörum í Evrópu en einungis brot af því er að finna í lífrænum vörum.“

Lífræn ræktun er hringrásarkerfi í framkvæmd

Að sögn Önnu Maríu byggir lífræn ræktun á hringrás næringarefna. „Næringarefnum úr nærumhverfinu er safnað saman svo sem matarafgöngum, búfjáráburði, garðúrgangi og afskurði frá ræktun og þeim komið inn í hringrásina aftur sem lífrænn áburður, í gegnum safnhaugagerð til dæmis.

Í lífrænum mat eru bara leyfð 53 E-efni í stað 396. Grunngildi lífrænnar ræktunar er að búa til hreina matvöru sem hefur náttúrulegan endingartíma og lit. Þess vegna eru lífrænar vörur almennt með færri aukaefni en aðrar vörur. Í Evrópusambandinu eru 396 E-Efni leyfð í matvörum. Lífrænu reglurnar útiloka 343 þessara efna og leyfa einungis 53 E-efni sem öll eiga sér náttúrulegan uppruna,“ útskýrir Anna María.

Lífræni dagurinn kominn til að vera

Hún segir að þetta sé aðeins brot af því sem liggur að baki því að vara sé með lífræna vottun og heldur áfram. „En þetta eru upplýsingar sem neytendur eiga rétt á að vita, að minnsta kosti. til að geta tekið upplýstari ákvarðanir um hvaða matvöru þeir velja. Lífrænt Ísland heldur úti vefnum www.lifraentisland.is sem er ætlað að vera ákveðin miðja fyrir lífræna íslenska framleiðslu þar sem hægt er að finna upplýsingar um allt sem framleitt er á Íslandi undir lífræna vottunarmerkinu.

Lífræni dagurinn er kominn til að vera og erum við strax farin að hlakka til Lífræna dagsins 2024,“ segir Anna María

6 myndir:

Skylt efni: lífræni dagurinn

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....