Akranestraktorinn
Rúm eitt hundrað ár eru síðan fyrsta dráttarvélin var flutt til landsins. Traktorinn var af gerðinni Avery 8-16 og framleidd í Bandaríkjunum. Dráttarvélin og var í framleiðslu frá 1916 til 1922. Hún var með flatliggjandi steinolíumótor, tveggja strokka og sextán hestöfl. Dráttarvélin vó 2,5 smálestir en ein smálest jafngildir einu tonni. Averyinn var 1,5 metrar að breidd og 3,5 metrar að lengd, á járnhjólum og er sagt að hún hafi dregið þrjá plóga. Vélin vó um 2,5 tonn og stærðarinnar vegna fékk hún viðurnefnið Gríður sem er tröllkonuheiti. Við stýrið er Jón Sigmundsson sem setti vélina saman við komu hennar til landsins auk Jóns Diðrikssonar, bónda á Elínarhöfða.