Endurunnið úrgangsvax til framleiðslu á útikertum
Á forsíðu jólablaðs Bændablaðsins fyrir fimm árum var sagt frá fyrirtækinu Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi (PBI) á Akureyri, sem endurvinnur úrgangsvax og framleiðir úr því útikerti.
Þar kemur fram að á þeim tíma voru urðuð um 150 tonn af úrgangsvaxi árlega sem taki nær heila öld að eyðast. Alls voru um 25 þúsund útikerti framleidd hjá PBI á árinu 2016, auk handdýfðra innikerta.
„Við notum um 20 tonn af vaxi í útikertin á hverju ári og í veislu- og hátíðarkerti fara um 10 tonn,“ sagði Jón M. Jónsson kertagerðamaður hjá PBI í viðtali á forsíðunni.