Framtíðarfjós og varnir landsins á vori 1998
Í níunda tölublaði 1998, þann nítjánda maí, var sagt frá því á forsíðu að unnið væri að því í vinnuhópi á vegum Kaupfélags Eyfirðinga og Búnaðarsambands Eyjafjarðar að hanna fjósbyggingu sem á að vera umtalsvert ódýrari en hefðbundin fjós. Þau byggjast upp á legubásum með stóru lausagöngurými með steyptum breiðum flór sem skafinn sé með vélknúinni skóflu.
Á sömu forsíðu veltir Sigurður Sigurðarson, þáverandi dýralæknir á Keldum, því fyrir sér hvort varnir landsins gegn smitandi búfjár- og plöntusjúkdómum séu hriplekar.
Sjá eldri tölublöð Bændablaðsins á vefnum timarit.is.