Kalkúnar á Reykjabúinu
Kalkúnar á Reykjabúinu í Mosfellssveit um 1970. Jón Guðmundsson á Reykjum í Mosfellsdal fékk sína fyrstu kalkúna frá kaþólska prestinum á Jófríðarstöðum, einn hana og tvær hænur, skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, og hafði kalkúnaeldi fyrir tómstundagaman í mörg ár. Árið 1965 flutti Jón inn kalkúnaegg frá Noregi af kyni sem nefnist White Beltsville og hóf eldi á þeim.