Kílplógur
Kílplógur Þorsteins á Ósi. Þorsteinn Stefánsson á Ósi í Skilmannahreppi smíðaði plóginn um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Plógurinn var kíll á sterku hnífsblaði sem tengt var á tannarboga beltavélar. Kíllinn mótaði lokræsið og auðvelt var að stýra vélinni við verkið. „Kílplógurinn hefur reynzt sterkur og er hentugur og afkastamikill við kílræslu“ var niðurstaða verkfæranefndar á Hvanneyri sem prófaði tækið.