Mýrdalsfóður 1987
Mynd úr safni Bændasamtakanna sem sýnir heykögglaverksmiðju. Á bakhliðinni stendur: „Mýrdalsfóður 1987. Færiband flytur heybagga inn í færanlega fóðuriðjuna.“ Rekstur Mýrdalsfóðurs hf. hófst um áramótin 1984-85 undir stjórn Jóhannesar Kristjánssonar. Vegna riðuvarna voru miklar hindranir á flutningi verksmiðjunnar milli landshluta. Ekki fengust nægjanleg verkefni á því afmarkaða landsvæði sem hún fékk að starfa á og varð Mýrdalsfóður gjaldþrota árið 1990.