Sauðnaut á Austurvelli.
Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að flytja sauðnaut til Íslands. Fyrst 1929 og aftur 1930 auk þess sem landbúnaðarnefnd Alþingis samdi frumvarp til laga árið 1974 um innflutning og eldi sauðnauta. Í frumvarpinu er landbúnaðarráðherra veitt heimild til að leyfa Búnaðarfélagi Íslands að flytja sauðnaut til landsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.