Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógræktarnámskeið fyrir unglinga
Líf&Starf 14. júlí 2015

Skógræktarnámskeið fyrir unglinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands og Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni bjóða upp á spennandi skógræktarnámskeið fyrir unglinga. Námskeiðið stendur í fjóra daga frá laugardegi til þriðjudags.

Á námskeiðinu verður blandað saman fræðslu og kennslu um skógrækt og spennandi leikjum og ævintýradagskrá frá skátunum.

Farið verður yfir helstu þætti skógræktar á Íslandi og erlendis, meðal annars tegundagreiningu og helstu not, landval við plöntun, verkfæri og tæki, skógræktaráætlanir, skógarfánu og flóru og margt fleira.

Þess á milli verður farið í skemmtilega dagskrá þar sem að allt sem að Úlfljótsvatn hefur uppá að bjóða verður notað. Farið verður á báta, klifrað í klifurturninum og ýmislegt annað prófa.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem að hafa áhuga á ræktun og skógrækt og vilja njóta þess að fræðast um leið og tækifæri er til að kynnast hressum krökkum með svipuð áhugamál.

Leiðbeinendur koma bæði frá Útilífsmiðstöðinni og Skógræktarfélaginu þannig að það verða sérfræðingar í öllum hlutverkum.

Dagsetningar í boði: 25.júlí – 28. júlí 2015. Verð 26.500.- á mann

Allt er innifalið í gjaldinu nema rúta til og frá Úlfljótsvatni. Hægt er að bóka námskeið og rútu í bókunarforminu hér á síðunni.
 

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....