Skógræktarnámskeið fyrir unglinga
Skógræktarfélag Íslands og Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni bjóða upp á spennandi skógræktarnámskeið fyrir unglinga. Námskeiðið stendur í fjóra daga frá laugardegi til þriðjudags.
Á námskeiðinu verður blandað saman fræðslu og kennslu um skógrækt og spennandi leikjum og ævintýradagskrá frá skátunum.
Farið verður yfir helstu þætti skógræktar á Íslandi og erlendis, meðal annars tegundagreiningu og helstu not, landval við plöntun, verkfæri og tæki, skógræktaráætlanir, skógarfánu og flóru og margt fleira.
Þess á milli verður farið í skemmtilega dagskrá þar sem að allt sem að Úlfljótsvatn hefur uppá að bjóða verður notað. Farið verður á báta, klifrað í klifurturninum og ýmislegt annað prófa.
Tilvalið námskeið fyrir þá sem að hafa áhuga á ræktun og skógrækt og vilja njóta þess að fræðast um leið og tækifæri er til að kynnast hressum krökkum með svipuð áhugamál.
Leiðbeinendur koma bæði frá Útilífsmiðstöðinni og Skógræktarfélaginu þannig að það verða sérfræðingar í öllum hlutverkum.
Dagsetningar í boði: 25.júlí – 28. júlí 2015. Verð 26.500.- á mann
Allt er innifalið í gjaldinu nema rúta til og frá Úlfljótsvatni. Hægt er að bóka námskeið og rútu í bókunarforminu hér á síðunni.