Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr Skorradal.
Úr Skorradal.
Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson
Á faglegum nótum 2. nóvember 2021

TreProX Erasmusverkefni – Íslandsheimsókn

Vikuna 10.–16. október var haldið vikunámskeið á vegum Erasmus­verkefnisins TreProX. Það fjallar um viðargæði og staðla þar að lútandi, sem og aðferðir til að hámarka gæði timburs með viðeigandi aðgerðum á uppeldis­tíma skóga. Sam­starfs­aðilar í verkefninu eru Landbúnaðar­háskóli Íslands, Skógræktin, Trétækni­ráðgjöf, Kaupmanna­hafnarháskóli og Linne­háskóli í Svíþjóð.

Alls voru um 40 þátttakendur á námskeiðinu, frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Nýja-Sjálandi, Nepal og Kína. Dagskráin var fjölbreytt, fyrstu tvo dagana var dvalið í Borgarfirðinum, á Hvanneyri þar sem fram fóru fyrirlestrar og svo var farið í skoðunarferðir báða dagana, annars vegar í Skorradal og hins vegar í Norðtunguskóg. Á báðum stöðum tóku starfsmenn Skógræktarinnar á móti hópnum og fræddu þátttakendur um skógrækt viðkomandi svæða.

Á þriðja degi námskeiðsins færði hópurinn sig yfir á höfuðborgarsvæðið og hóf daginn á Mógilsá. Í fyrirlestrum þar var farið yfir stöðu íslenskrar skógræktar, sögulegar staðreyndir og helstu áskoranir fagsins í framtíðinni. Eftir fleiri fyrirlestra var haldið í Heiðmörk þar sem starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur tóku á móti hópnum og fóru með í skoðunarferð. Þá var haldið austur í Ölfus þar sem hópurinn gisti í framhaldinu.

Síðustu tvo dagana var röðin komin að námskeiði í viðskiptaflokkun á timbri. Bóklegi hlutinn fór fram á Reykjum í Ölfusi og verklegar æfingar á starfsstöð Skógræktarinnar i Þjórsárdal. Segja má að efni námskeiðsins hafa spannað skógrækt frá fræi til fjalar og nú, þegar íslenskir skógar eru margir hverjir fullsprottnir, er mikilvægt að byggja upp þekkingu í landinu á meðferð og framleiðsluferli viðar og annarra skógarafurða þannig að hægt sé að tryggja gæði og góða nýtingu á öllum stigum skógræktarinnar.

Námskeiðið var mjög vel heppnað og voru þátttakendur ákaflega ánægðir með heimsóknina til Íslands. Næstu námskeið í verkefninu verða í Svíþjóð í júní 2022 og Danmörku í september 2022.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...