Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Léttleikandi sumarstemning
Af vettvangi Bændasamtakana 19. júlí 2023

Léttleikandi sumarstemning

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Á þessum tíma árs eru bændur um land allt að uppskera eftir annir vorverkanna. Misjafnt tíðarfar á landinu hefur sett svip sinn á uppskeru í magni og gæðum.

Gunnar Þorgeirsson

Á austan- og norðanverðu landinu hafa bændur verið heldur fyrr að uppskera af túnum sínum og ökrum en sunnan heiða eftir ansi blautt og kalt vor og eru því heldur seinni með sína uppskeru en undanfarnar tvær vikur hafa gert heilmikið og þeir bændur eru því komnir fulla ferð áfram í sínum verkum.

Ég vona að bændur verði sæmilega settir með afurðir til vetrarins en það verður fróðlegt að fylgjast með kornvexti þegar kemur að uppskerutíma á þeim afurðum, þar sem margir hafa stokkið á „kornvagninn“ og nýtt sér fyrirframgreiðslu sem matvælaráðherra lagði til á vordögum. Samtals fá 48 bú fyrirframgreiðslu sem samanlagt eru með 1.048 hektara lands í kornrækt.

Afurðaverð

Mikið hefur verið rætt um afurðaverð til bænda undanfarin misseri. Þar hafa Bændasamtökin mestar áhyggjur af framleiðslu á nautakjöti þar sem þróun verðlags á afurðum til bænda hafa ekki staðið undir þróun á framleiðslukostnaði, en einnig hefur magn innflutts nautakjöts aukist verulega. Það sem af er ári er vöxturinn á heildarmarkaðinum rúmlega 4% ef innflutningur er leiðréttur fyrir beini. Þegar hlutföllin eru skoðuð nánar sést að innlend sala hefur dregist saman um tæp 9,5% á meðan innflutningur nautakjöts hefur aukist um rúmlega 60% þessa fyrstu 5 mánuði ársins borið saman við fyrstu 5 mánuði ársins 2022. Þessi staða er verulegt áhyggjuefni, sérstaklega þar sem mikið hefur verið rætt um fæðuöryggi og nauðsyn þess að vera sjálfbær í framleiðslu landbúnaðarafurða. En hvað er til ráða? Ráðherra hefur gefið skýr skilaboð um að ekki verði um frekari stuðning við framleiðslu við endurskoðun búvörusamninga. Þá er einnig beðið eftir upplýsingum frá ráðherra utanríkismála hver staða endurskoðunar á samningi við Evrópusambandið sé um innflutningskvóta eftir útgöngu Breta úr sambandinu, þar er ekki mikið að frétta. Ef til vill er best að bíða eftir loforðaflaumnum þegar kemur að næstu kosningabaráttu.

Bændafundir

Við hlökkum til að taka samtalið um okkar helstu áherslu mál nú seinni partinn í sumar en þá er á dagskrá fundaröð stjórnar og starfsfólks Bændasamtakanna með bændum en fyrsti fundur verður þann 21. ágúst næstkomandi.

Hvet ég alla bændur til að kynna sér fundarstaði og tíma og vona ég að við sjáum sem flesta dagana 21. ágúst til 25. ágúst.

Njótið sumarsins!

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar

Landbúnaður og matvælaframleiðsla er elsta athafnasemi íbúa landsins og önnur af...

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar

Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands [á] alls um 450 jarðir o...

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi
Lesendarýni 25. nóvember 2024

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi

Áherslur lýðræðisflokksins í landbúnaðarmálum eru í stuttu máli sem hér segir.