Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Skógarbændur geta hæglega miðlað reynslu sinni til annarra bænda enda er skógrækt farin að skila afurðum, bæði til yndis og hags.”
„Skógarbændur geta hæglega miðlað reynslu sinni til annarra bænda enda er skógrækt farin að skila afurðum, bæði til yndis og hags.”
Af vettvangi Bændasamtakana 15. mars 2023

Megináherslur skógarbænda

Höfundur: Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður búgreinadeildar skógarbænda.

Í síðustu viku þinguðu búgreinar Bændasamtaka Íslands og ræddu framtíð búgreinanna og hvernig hana mætti bæta. Oft má gott bæta og í tilfelli skógarbænda lögðu þeir fram 10 tillögur til athugunar, til heilla fyrir vaxandi búgrein − og vitanlega betri heim.

Jóhann Gísli
Jóhannsson.

Hér verður fjallað um þrjár þessara tillagna. Þær fá sérstaka athygli fyrir þær sakir að þær skipta allar mjög miklu máli fyrir nútíð og framtíð; markmið stjórnvalda í loftslagsmálum, sjálfbærni og uppbyggingu skógarauðlindar.

Kolefnisbrúin

Kolefnisbrúin hefur verið í smíðum í um hálfan áratug og allar götur með það sem meginmarkmið að þjóna bændum sem allra best. Skógarbændur hafa rætt um kolefnismál í bráðum þrjá áratugi og loksins eru í sjónmáli lausnir sem eru nægilega áreiðanlegar svo hægt sé að byggja á.

Kolefnisbrúin ehf. er fyrirtæki í eigu bænda og hver sá sem er félagsmaður í BÍ og/eða félagsmaður í landshlutabundnu félagi skógarbænda er sjálfkrafa eigandi. Segja má að hlutverk Kolefnisbrúarinnar sé tvíþætt, annars vegar að þjónusta bændur sem vilja leggja loftslagsvánni lið með skógrækt og hins vegar að tengja fjárfesta við bændurna.

Fjárfestar geta verið af ýmsum toga, svo sem fjárfestingasjóðir og þjónustuaðilar landbúnaðarins. Mörg brýn verkefni eru í gangi nú þegar, bæði af hálfu bænda og fjárfesta.

Skógrækt er langtímaverkefni og því fyrr sem hún hefst því fyrr fer hún að gegna sínu hlutverki. Efling Kolefnisbrúarinnar er því eitt aðalverkefni skógarbænda hjá BÍ því í henni leynast fleiri tækifæri en fólk gerir sér grein fyrir.

Horft fram á við

Skömmu fyrir Covid gáfu Landssamtök skógareigenda (LSE) og Skógræktin út skýrsluna „Horft fram á við“. Í skýrslunni er farið yfir stöðu skógræktar í víðum skilningi þar sem höfuðáhersla er á afurðir skógarins og framtíðarhorfur. Ýmis verkefni eru í handraðanum við að koma íslensku timbri úr skógum bænda til vinnslu og á markað. Brýnt er að missa ekki sjónar á þróun nýs markaðar því með tíð og tíma getur skógarauðlindin mögulega gert Íslendinga sjálfbæra um timbur, en það er einmitt meginmarkmiðið með nytjaskógrækt.

Á þingi skógarbænda var samhljómur um mikilvægi þess að þróa frekar ferlið frá hráviði til kaupanda.

Skjólbelti

Skjólbelti eru víða ræktuð um sveitir. Oftar en ekki koma þau til með stuðningi og skipulagningu frá Skógræktinni eða forverum hennar. Ávinningur skjólbelta er fyrst og síðast skjól fyrir fjölbreytta útiræktun, auk þess sem búpeningur nýtur góðs af skjólinu þegar það á við. Þessa daga er mikill áhugi hjá stjórnvöldum um enn meiri ræktun á ökrum og að stórefla kornrækt, ásamt væntanlega fóðurrækt, grænmetisrækt, olíuplönturækt (repja), jólatrjáarækt, ávaxtarækt og hamprækt svo lítið eitt sé nefnt.

Stórefla þarf skjólbeltarækt/ skjólskógarækt ef raunverulegur vilji er til eflingar útiræktunar en að koma upp góðu skjóli tekur nokkur ár og jafnvel áratugi. Skjólbelti taka gjarnan yfir dýrmætt ræktarsvæði þar sem tún eru fyrir og skjólbeltaræktin er því ekki alltaf sjálfsögð, þó svo að þau auki uppskeru og bæti ræktunarskilyrði til lengri tíma. Jákvæð hvatning til skjólbeltaræktar er því nauðsynleg.

Eftirspurn eftir íslenskum matvælum frá almenningi er til staðar svo íslensk stjórnvöld geta látið skjólbelti sig varða. Þessu vilja skógarbændur vekja máls á.

Skógarbændur í BÍ

Það er ýmislegt sem sameinar bændur en fátt sameinar meira en viljinn til að gera landi sínu gott og nytja skynsamlega. Skógarbændur geta hæglega miðlað reynslu sinni til annarra bænda enda er skógrækt farin að skila afurðum, bæði til yndis og hags. Bændasamtök eru samnefnari allra bænda og berjast fyrir hagsmunum bænda. Hafandi það fyrir augunum, að skógarauðlindin dafnar sem aldrei fyrr, er næg ástæða til að vinna skógræktinni hag inn í framtíðina.

Deild skógarbænda, í samvinnu við landshlutabundnu skógarbændafélögin, hefur í hyggju að efna til málþings á haustdögum. Bændasamtök Íslands sjá bjarta framtíð í landbúnaði, öllum landbúnaði.

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...