EFTA úrskurður er þvert á íslensk lög
Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir á bloggsíðu sinni að réttur þjóðar til að verja fæðuöryggi sitt og heilbrigði einstaks búfjár eigi að vera í höndum innlendra stjórnvalda.
„Það að Eftadómstóllinn þykist hafa ráðgefandi stöðu til leyfa óheftan innflutning á hráu ófrosnu kjöti til Íslands gengur þvert gegn íslenskum lögum og þjóðarhagsmunum.“
Segir hann að Ástralía og Nýja Sjáland eru heppin að vera ekki EES. En reglur þar til að vernda þarlenda matvælaframleiðslu og heilbrigði dýrastofna séu miklu harðari en hér.
„Við erum ekki verið að banna innflutning á kjötvörum heldur að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt gagnvart heilbrigði íslenskra dýrastofna.
EES samningurinn var á sínum tíma afmarkaður um viðskipti með tiltekna vöruflokka. Þeir sem að honum stóðu sýndu reyndar valdníðslu, mikið kæruleysi og litla þekkingu á fullveldishagsmunum Íslands.
Enda þorðu þeir ekki að leggja EES -samninginn í dóm þjóðarinnar þótt stór hluti hennar hafi skrifað undir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu.
En síðan hefur þá hefur samningurinn víkkað út annarsvegar vegna stöðugrar eftirgjafar íslenskra stjórnvalda og hinsvegar að felld hafa verið undir hann æ fleiri svið sem ekki heyrðu til hans í upphafi. EES samningurinn gengur nú þegar í mörgu gegn stjórnarskránni.
Íslensk lög kveða skýrt á um að innflutningur á hráu ófrosnu kjöti er óheimill. Það er mjög sérkennilegt og verulegt hættumerki ef EES samningurinn á að standa ofar öryggismálum Íslands og íslenskum lögum.“
Í samtali við Bændablaðið sagði Jón að íslensk stjórnvöld eigi að sjálfsögðu að verja þau lög sem Alþingi setti um bann við innflutning á hráu kjöti. Ef þau þyki á einhvern hátt óskýr þá eigi einfaldlega að skerpa á þeim.