Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að fatta
Leiðari 10. mars 2023

Að fatta

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri

Sögnin „að fatta“ hefur verið mér hugleikin undanfarna daga.

Þegar sögninni er flett upp á Íslensku orðaneti þá birtast tvö orðasambönd; að fatta <þetta> eins og að fatta brandarann og að fatta <þetta> ekki. Ef rýnt er ofan í fyrrnefnda orðasambandið þá ber hugtakið „skilningur“ mörg sambærileg heiti merkingarlega við sögnina fatta. Ef andstæða orðasambandið er skoðað, að fatta ekki, koma fram 97 tengingar gegnum hugtökin „skilningserfiðleikar“ og „sljóleiki“.

Kjúklingur var fluttur hingað inn í leyfisleysi. Við erum upplýst um að varan fékk innflutningsleyfi eftir að hún var komin á neytendamarkað. Kannski áttuðu innflutningsaðilarnir sig ekki á því að þeir hefðu átt að biðja um leyfi fyrst (föttuðu þeir það ekki?). Þótt reglur segi annað, þá fengu innflutningsaðilarnir leyfi fyrir rest og það eftir að þeir voru búnir að selja vöruna áfram. Formsatriðum var reddað fyrir horn. Eflaust var vonast til að að enginn fattaði þetta og að engum yrði meint af. Innflutningsaðilarnir töpuðu engu, þeir högnuðust. Reyndar segjast talsmenn Matvælastofnunar enn vera með málið í skoðun. Viðurlög við brot á reglum geta varðað sektum og fangelsi.

Málið snertir viðkvæma taug því kjötið var borið fram í mötuneytum og á veitingastöðum í skjóli upprunamerkingaleysis og án vitneskju neytenda. Fólk borðaði sem sagt innflutt kjöt sem hafði ekki farið í gegnum áhættumat og því ekki leyfilegt til sölu né neyslu hér á landi.

Í þessu felst einhver mjög vafasöm mynd af eftirliti með matvælaöryggi, kerfi sem neytendur eiga að geta treyst afdráttarlaust.

Veitingaaðilum ber ekki skylda til að segja frá uppruna matvæla sem þeir bjóða upp á. Þar liggur ein misfella í merkingarlöggjöfinni; lagalegur skortur á upplýsingagjöf sem setur neytendur óafvitandi í hlutverk hins sljóa, fattlausa.

Ekki eru mörg ár síðan ég áttaði mig sjálf á mikilvægi upplýsinga á umbúðum utan um mat. Heilsuvakningin lagði það svo sannarlega af mörkum að neytendur kunna að telja ofan í sig kaloríurnar með því að lesa næringar- og innihaldslýsingar.

Ef marka má skoðanakannanir getur upprunaland haft áhrif á afstöðu fólks gagnvart því sem það leggur sér til munns. Gagnsæjar upplýsingar um upprunaland ættu því að vera skýrar. En lögum samkvæmt þarf ekki að merkja uppruna unninna eða óforpakkaðra matvara, eins og útskýrt er hér í blaðinu. Eins og áhersluþögn, felur merkingarskortur í sér upplýsingar. Neytandinn fattar ekki – seljandinn nýtir sér það til hagsbóta.

Ef uppruni matvöru skiptir þig máli, hvort sem þú vilt borða íslenskt eða innflutt, unna eða óunna vöru, taktu afstöðu til merkinga þeirra. Á meðan fjárhagur er það sem stjórnar vali kaupenda mest, þá er það hagnaðarkrafa sem stjórnar hegðun seljenda. Ef þeir komast upp með að selja þér ómerkta leyfislausa vöru þá er nokkuð borðleggjandi að slík athæfi munu halda áfram að eiga sér stað.

Skylt efni: upprunamerkingar

Öll þessi fæðuhugtök
Leiðari 11. mars 2025

Öll þessi fæðuhugtök

Undanfarinn mánuð hefur umfjöllun um matvæli verið skreytt ýmsum keimlíkum orðum...

Átök vegna osta
Leiðari 21. febrúar 2025

Átök vegna osta

Landbúnaður virðist ekki eiga sér viðreisnar von þessa dagana. Bændur eru skelka...

Áreiðanleiki gagna og upplýsandi umræða
Leiðari 24. janúar 2025

Áreiðanleiki gagna og upplýsandi umræða

Bændablaðið er mest lesni prentmiðill landsins annað árið í röð skv. nýjum niður...

Bændablaðið í 30 ár
Leiðari 10. janúar 2025

Bændablaðið í 30 ár

Í mars verða þrjátíu ár síðan Bændablaðið kom fyrst út undir merkjum þá nýstofna...

Bændur, blaðið og skörungar
Leiðari 27. desember 2024

Bændur, blaðið og skörungar

Lognmolla er eitthvað sem á sér aldrei stað í landbúnaði. Atvinnugreinin er hrin...

Kjöt og kosningar
Leiðari 22. nóvember 2024

Kjöt og kosningar

Eftir nokkra daga mun þjóðin velja þá sem sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Kosni...

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...