Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verklag og forgangsröðun
Leiðari 13. janúar 2023

Verklag og forgangsröðun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í þessu fyrsta tölublaði Bændablaðsins árið 2023 má finna sögu bænda á Suðurlandi sem segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Matvælastofnun (MAST). Ákvörðun um að veita þeim Ragnari og Hrafnhildi, bændum á Litla- Ármóti, ekki undanþágu, því þau notuðust við eyrnamerki á nautgrip sem MAST taldi ekki samræmast reglugerð, dró dilk á eftir sér. Sú túlkun, að eyrnamerkin væru svo ótæk að fleygja þurfti heilum nautsskrokk í flýti, kom bændunum að óvörum. Þau reyndu að bregðast fljótt við og finna lausnir en MAST stóð keik við ákvörðun sína og úr varð ellefu mánaða langt málaferli. Ákvörðun MAST hefur nú verið úrskurðuð ógild hjá matvælaráðuneytinu og geta bændurnir nú sótt skaðabætur. Fleiri slík mál eru í ferli.

Að tryggja uppruna matvæla er tilgangur reglugerðar um merkingu búfjár og sýnt þótti að þrátt fyrir að téður nautgripur hafi verið merktur með handskrifuðu gripanúmeri, léki enginn vafi á uppruna hans. Þykir því furðulegt að MAST skyldi bera fyrir sig túlkun sína á sömu reglugerð og ganga langt í rökræðum um óafmáanleika prentstafa. Tilgangurinn helgaði ekki meðalið.

Meðan á merkingarmálaferlunum stóð, með tilheyrandi notkun á tíma og fjármunum stofnunarinnar, komst upp um stórfellt dýraníð í Borgarfirði.
Áhyggjufullir íbúar sögðust hafa sent ábendingar gegnum tilkynningahnapp vefsíðu MAST þegar þeir urðu varir við illa meðferð á hrossum í hesthúsi í Borgarnesi. Þessar ábendingar finnast hvergi, þeir sem þær sendu fengu engar staðfestingar á tilkynningum sínum og MAST virðist ekki hafa móttekið ákall um aðgerðir fyrr en málið komst í hámæli í fjölmiðlum.

Stofnunin hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir seinlæti í þessu stóra máli. Talsmenn hennar hafa gefið út að hún fylgi útgefnu verklagi við eftirlit, eftirfylgni, beitingu þvingana og refsinga samkvæmt lögum og reglugerðum og að hún hafi gert það í þessu máli. Þetta er jú ríkisstofnun, sem verður að fylgja þeim verklagsreglum sem þeim er sett í hvívetna.

„Ég hef svolítið verið að reyna að skilja starfsemi Matvælastofnunar en margt er þar sem er erfitt að átta sig á. Ef maður spyr hvort Matvælastofnun hafi nægilegar valdheimildir til að bregðast við í dýraverndarmálum þá eru svörin jafn mörg og ólík og fólkið sem maður talar við. Sama á við um það hvort Matvælastofnun vanti fjármuni til að ráða fleira fólk, þá eru svörin annaðhvort að það vanti ekki fólk eða að það sé svo mikið að gera að fólkið nái ekki að sinna verkefnunum,“ segir Hilmar Vilberg Gylfason lögfræðingur hér í blaðinu.

Yfirstandandi úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum MAST mun vonandi leiða í ljós hvort og þá hvar potturinn sé brotinn í starfsemi og verklagi stofnunarinnar. Þarf MAST skýrari valdheimildir og verkferla til að bregðast fumlaust við þegar viðamikil dýraverndarmál eru annars vegar? Þarf betri og skýrari tilgang þeirra reglugerða sem farið er eftir? Þarf aukinn mannafla inn í þessa mikilvægu stofnun?

Eitthvað þarf að bæta, því á meðan stofnunin gekk hart fram í máli sem virðist þó nokkuð borðleggjandi þegar í það er rýnt, þá endurspeglast ákveðin vangeta í svifaseinum viðbrögðum þegar stærra og viðameira mál er annars vegar.

Skylt efni: Matvælastofnun

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...

Áhrifavaldið
Leiðari 30. ágúst 2024

Áhrifavaldið

Svo bar til tíðinda í síðustu viku að gúrkuskortur í matvöruverslunum á Íslandi ...

Slök frammistaða
Leiðari 16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Í þessu tölublaði Bændablaðsins er fjallað um stóran rekstrarþátt ylræktarframle...

Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...