Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Af tilefni umræðu um endurheimt votlendis
Lesendarýni 13. febrúar 2018

Af tilefni umræðu um endurheimt votlendis

Á síðunni Skepticalscience.com má lesa að ef við höldum áfram að óbreyttu (business as usual) í loftslagsmálum heimsins er líklegt að meðalhitastig á jörðinni hækki um 4°C fyrir lok þessarar aldar https://www.skepticalscience.com/contary-to-contrarians-ipcc-temp-projections-accurate.html .
 
Eyþór Eðvarðsson.
Afleiðingarnar fyrir líf á jörðinni ef meðalhitastig hækkar um 4°C eru í stuttu máli ófyrirsjáanlegar hamfarir  og að stór hluti jarðarinnar verður óbyggilegur. Útlitið er með öðrum orðum mjög alvarlegt og full ástæða til að staldra við og horfast í augu við veruleikann. 
 
Spurningin sem við öll eigum að vera að ræða er: Hvað getum við Íslendingar  gert  til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?
 
 
Ljóst er að taka verður málið mjög föstum tökum og vinna á öllum sviðum. Til að ná sem mestum árangri er ágætt fyrsta skref að skoða hvar mesta losunin er og hvað getum við gert til að draga úr henni eins fljótt og hægt er. Í skýrslu Hagfræðistofnunar um Ísland og loftslagsmál sem kom út í febrúar 2017 kemur fram á bls.  138-139 að talið er að árið 2013 hafi um 11,7 milljónir tonna af CO2 ígildum  komið frá framræstu votlendi eða 73% af um 16 milljón tonna heildarlosunar Íslands. Því er ekki hægt að  tala um virkilegar aðgerðir í loftslagsmálum fyrr en farið verður í að endurheimta votlendi með skipulegum hætti, en það  er viðurkennd aðferð af IPCC (http://www.ipcc.ch/), til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum.   
 
 
Nýlega hafa verið settar fram efasemdir um losun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu votlendi sbr. hugleiðingar Guðna Þorvaldssonar og Þorsteins Guðmundssonar í Bændablaðinu 25. janúar 2018. Ég er ekki rétti maðurinn til að draga í efa mat  okkar færustu vísindamanna  við Landbúnaðarháskólann sem hafa rannsakað þetta í tugi ára og bera ábyrgð á losunartölum úr framræstu votlendi gagnvart IPCC. Það hefur verið gert á öðrum vettvangi. 
 
En ef við gefum okkur að losunin sé stórlega ofmetin og sé t.d. helmingi minni (sem engin ástæða er til að halda) þ.e. ekki 11,7 milljónir tonna heldur 5,85 milljónir tonna, værum við samt að tala um umtalsvert meiri losun en allir hinir losunarþættirnir til samans sem skv. skýrslu Hagfræðistofnunar voru árið 2014 um 4.600 tonn.  
 
Talið er að hér á landi sé í dag aðeins verið að nýta u.þ.b. 15% af framræstu landi til ræktunar. Vera má að einhver skekkja sé í þeirri tölu en hún er ekki veruleg. Ætla má að  megnið af því landi sem eftir er, þ.e. 85%,  megi endurheimta. 
 
Nágrannaþjóðirnar okkar eru að endurheimta votlendi í stórum stíl. Skotar hafa t.d. í nokkur ár unnið að stórfelldri endurheimt votlendis til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Í meðfylgjandi myndbandi er sýnt frá endurheimtarverkefni þar sem verið er að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda um 400.000 milljón tonn af CO2. https://www.youtube.com/watch?v=XCXM1jqX3gI
 
Finnar hafa unnið myndarlega í mörg ár að því að endurheimta votlendi og hafa náð að stöðva gríðarlegt magn af gróðurhúsalofttegundum. Sjá má skýrslu um verkefnið hér:
 
 
Það vekur furðu mína hversu öfgakennd umræðan er um endurheimt votlendis hjá sumum aðilum.  Aðilar sem í einu orðinu tala um aðgerðir í loftslagsmálum en í hinu orðinu tala þeir af hæðni um endurheimt votlendis.  Neikvæð orðræða, óhróður, oft undir yfirskini vísinda, hefur unnið loftslagsmálum á Íslandi mikið ógagn. Fullyrt er að óábyrgt sé að fara út í endurheimt votlendis því allar rannsóknir vanti. Reynt er að upphefja skógrækt á kostnað endurheimtar og etja saman fólki sem á ekki að þurfa að velja á milli þess að rækta skóg eða endurheimta votlendi. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. 
 
Undirritaður er ásamt fjölmörgum aðilum að vinna að því að stofna Votlendissjóð sem mun vinna að því að styðja við og fjármagna aðgerðir til að endurheimta votlendi á Íslandi. Um er að ræða þjóðarátak í nafni samfélagslegrar ábyrgðar þar sem fólk og fyrirtæki leggja fram fé (eða vinnu) sem verður varið í að endurheimta votlendi. Meðal aðila sem hafa tekið þátt í undirbúningi verkefnisins og munu leggja því lið eru fagstofnanir eins og Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskólinn, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Austurlands, Náttúrustofa Vesturlands, Fuglavernd, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Landvernd, Vegagerðin, Efla verkfræðistofa, Þekkingarmiðlun, París 1,5, áhugahópur um aðgerðir í loftslagsmálum, PWC endurskoðendaskrifstofa, Klappir, Fjarðabyggð og Auðlind náttúrusjóður. Fleiri aðila mætti nefna eins og sauðfjárbændur sem hafa stigið fram fyrir skjöldu um að vilja kolefnisjafna framleiðsluna.  
 
Við erum síðasta kynslóðin á þessari jörð sem getur enn komið í veg fyrir miklar ógnanir við  allt líf á jörðinni ef okkur tekst ekki að stöðva frekari hlýnun. Við verðum því að grípa til aðgerða strax og vinna saman. Annað er ekki í boði.
 
Eyþór Eðvarðsson
eythor@thekkingarmidlun.is
Einn af aðstandendum Votlendissjóðsins

Skylt efni: endurheimt votlendis

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...