Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýbúar í sveitum landsins eru velkomnir. En það gerist æ algengara að jarðir séu setnar án búfjáhalds, sauðfjár. Þessir jarðeigendur líta sumir svo á að búfénaður nágrannanna megi ekki ganga til beitar á þeirra heimalöndum.
Nýbúar í sveitum landsins eru velkomnir. En það gerist æ algengara að jarðir séu setnar án búfjáhalds, sauðfjár. Þessir jarðeigendur líta sumir svo á að búfénaður nágrannanna megi ekki ganga til beitar á þeirra heimalöndum.
Mynd / ghp
Lesendarýni 26. júlí 2023

Aftaka íslenskra sauðfjárbænda með ráðuneytisúrskurði

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson, fjárhirðir, búandi á Vatnshömrum í Andakíl.

Hvaða hömlur voru á búfjáreign fyrr á öldum hér á landi? Frá Færeyjum höfum við ,,Seyjabrevet“ sem segir hversu stóran bústofn grasbíta hvert býli mátti hafa (mátti halda, eiga), til að ofgera ekki beitilandinu.

Sveinn Hallgrímsson.

Hér, á Íslandi, var ekki nein opinber skrá um beitaþol einstakra jarða, en jarðamatið var vegvísir, kúgildamatið. Það var einnig mælikvarði annarra auðlinda en aðeins um magn og gæði jarðargróða, beitilands. Í bók sinni KELTAR eftir Þorvald Friðriksson (2022) segir á bls. 69: ,,Í kúgildakerfinu er ein kýr sama og eitt hundrað á landsvísu, en það jafngildir sex ám, loðnum og lembdum í fardögum á vori, eða 120 álnum vöruvaðmáls, eða eitt hundrað í jörð, þ. e. jörð sem framfleytti einni kú eða sex ám.“ Þetta sýnir að forfeður okkar hugsuðu um gæði landsins og að ofbeita ekki. Skildu að hæfileg beit er eina leiðin til að viðhalda verðmæti landsins og tryggja afkomu til lengri tíma.

Sauðfé hefur alltaf gengið frjálst um heimalönd

Reglur um smalanir heimalanda, þar sem gert er ráð fyrir að allir fjáeigendur í sömu ,,sveit“, sama svæði, smali samtímis, sýna að gert var ráð fyrir að fé nágranna gæti gengið á þínu landi, eins og þitt fé gæti verið í högum nágrannans. Enda sé fjárfjöldi í samræmi við burðargetu landsins. Í kerfinu er gert ráð fyrir að fjárfjöldi hvers og eins miðaðist við beitarþol jarðarinnar. Innbyggt í þetta kerfi var ,,ásetningur“, forðagæslan. Hver fjáreigandi þurfti að eiga ákeðið magn fóðurs fyrir hverja ásetta kind. Þetta fóðurmagn var mismunandi eftir sveitum og jörðum: Frá einni sátu upp í 2 hestburði. Þá var gert ráð fyrir að allir ættu kindur, að allir nýttu beitarréttinn. Margar jarðir eiga einnig upprekstrarrétt á afrétt, en það er sér kapítuli. Á stórum svæðum á Íslandi eru hins vegar, aðeims heimalönd, eins og t.d. algengast er í Strandasýslu. Bændur á Ströndum samræma smalamennskur með bændum í Reykhólasveit, þar sem heimalönd þeirra liggja saman. Það gera bændur vegna þess að fénaðurinn gengur ekki eingöngu á sínu heimalandi, frekar en fénaður nágrannanna.

Lýsing Íslands

Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um Ísland á árunum 1876 og (aftur) 1881–1898. Hann kynnti sér landbúnað á Íslandi og fjallar um hann í þriðja bindi bókar sinnar, Lýsing Íslands. Í eftirfarandi grein mun ég vitna í Þorvald, enda eru lýsingar hans taldar nákvæmar og ábyggilegar. Hér verður vitnað í þriðja bindi af Lýsingu Íslands og aðeins nefndar blaðsíður.

Á bls. 99: Í Jónsbók segir: ,,Garður er granna sættir“ og ,,hver maðr skal löggarð gjöra um töðuvöll sinn“. Þá er lýst hvað átt er við með löggarði. Enn fremur segir Þorvaldur: ,,Eftir Jónsbók voru menn þannig réttlausir fyrir ágangi fjár, ef menn höfðu ekki löggarða um tún sín.“ Þegar Jónsbók var lögtekin á Alþingi 1281, voru bændur óánægðir með þessi ákvæði, og bendir það til þess að þeir muni ekki allir hafa haft löggarða um tún sín og ekki viljað láta skylda sig til að byggja þá. Þessu ákvæði Jónsbókar var breytt með ,,réttarbót Eiríks Magnússonar 1294.“ Þar er lögboðið að full skaðabót skuli greiðast fyrir beit töðu, akra og engja ,,þó að eigi sé löggaður um“. Hér er hins vegar átt við að menn geti ekki komið með fénað sinn, t. d. hesta og beitt í tún eða engi, þó enginn túngarður sé.

Hér nefnir Þorvaldur sem dæmi: ,,Í Reykdæla sögu kap. 15, bls. 48-49 segir svo: ,,Bóndi þóttist þurfa að láta gera garð um tún sitt fyrir þingmönnum til þess, at eigi beitti þeir upp völlinn.“ Hér er því bent á að hafi bændur ekki girðingu, garð, um tún sín séu þeir réttlausir, ekki öfugt! Það virðist því skýrt að bændur áttu, undir venjulegum kringumstæðum, að verja sín tún, og akra, sjálfir“.

Nýbúar í sveitum landsins eru velkomnir. En það gerist æ algengara að jarðir séu setnar án búfjárhalds, sauðfjár. Þessir jarðeigendur líta sumir svo á að búfénaður nágrannanna megi ekki ganga til beitar á þeirra heimalöndum. Þeir vitna gjarnan til 33. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil og fl. nr.6/1986. Þar segir í IV. kafl. Um ágang afréttarpenings o. fl., 33. gr.:

,, Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt.

[Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.]“. Er hér átt við fé úr afrétti? Kaflinn heitir um ágang afréttarpenings o.fl. Hvað er átt við með ágangsfé? Hóp fjár, sem gengur í annars manns landi, og veldur landeiganda tjóni. Ekki eina og eina kind sem þekkir ekki landamerki og fer inn á land nágrannans.

Um friðun lands segir svo í lögum nr 38/2013: ,,Umráðamanni lands er heimilt að ákveða að tiltekið og afmarkað landsvæði sé friðað svæði og er þá umgangur og beit búfjár þar bönnuð. Slík ákvörðun skal tilkynnt viðkomandi sveitarfélagi og skal liggja fyrir umsögn búnaðarsambands um að vörslulínur séu fullnægjandi og uppfylli ákvæði laga þessara, sbr. 3. gr. Sveitarstjórn skal auglýsa slíka ákvörðun í Stjórnartíðindum. Umráðamaður lands skal fyrir 15. júní á hverju vori framvísa til sveitarstjórnar umsögn búnaðarsambands um að vörslulína sé fullnægjandi.“

Er tún, töðuvöllur, friðað land? Nei, en hver og einn eigandi túns, garðlands eða akurs má, getur, girt af sinn töðuvöll. Það gefur engum rétt til að reka fénað inn á tún eða engi í eigu annars manns, hvort sem túnið er girt eða ekki. Sé fénaður, sem rekinn er inn á annars manns land, þá er það ágangsfénaður.

Hvar á fénaður í heimahögum að vera? Hann má vera í heimahögum eiganda síns, en hann má líka vera í landi nágrannans sé ekki um friðað land að ræða, samaber ákvæði laga, ef um er að ræða einstaka kindur! Það er ekki skilgreint nokkurs staðar að fénaður megi ekki fara yfir lækinn, ef ekki er fénaður þar fyrir, sem heldur aftur af fé nágrannans! Má hann fara inn á tún nágrannans? Eiginlega ekki, en ef ekki er girt með fjárheldri girðingu um túnið eða akurinn, eins og eigandi þarf að gera, ef hann vill verja sín tún, er það eiganda að verja túnið! Honum ber að að hafa löggarð um töðuvöll sinn og akra, annars getur hann ekki krafist beitartolls!

Hugsunarháttur nýlendutímans

Þegar,,hvíti“ maðurinn, Evrópubúar, hófu landnám í Ameríku hröktu þeir frumbyggja af löndum sínum og afnámu réttindi þeirra til að lifa af landinu eftir sínum siðum og reglum. Það sama gerðu nýlenduveldin í Afríku, Asíu og Eyjaálfu.

Ég verð að játa að mér finnst ,,nýbúar“ í sveitum landsins vilja hafa sama háttinn á og nýlenduveldin. Breyta þeim siðum, venjum og reglum, sem gilt hafa um aldir um réttindi og skyldur íbúa sveitanna. Bændur hafa alltaf þurft að verja sinn töðuvöll og garða sjálfir. Samkvæmt nýlegum úrskurði dómsmálaráðuneytisins (-ráðherra?) er þessi regla numin úr gildi með einu pennastriki! Púnktum! Sveitarstjórn og lögreglu sigað á fjárbændur.

Í minni sveit er ástandið þannig að fjáeigendur þora ekki að sleppa fé í úthaga; Parraka fénaðinn á túnum þar til reka má á afrétt! Þetta gengur ekki, nema tilgangurinn sé að ganga endanlega að íslenskri sauðfjárrækt dauðri?

Skylt efni: ágangsfé

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....