Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland.
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland.
Mynd / TB
Lesendarýni 3. desember 2018

Hleðsla í hlaði – Lykillinn að landsbyggðinni

Höfundur: Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland.
Ísland hefur sett sér göfug markmið á sviði rafbílavæðingar og það styttist í að hægt verði að bjóða erlendum ferðamönnum að ferðast um náttúru Íslands á rafmagnsbíl. Ferðaþjónusta bænda, undir vörumerkinu Hey Iceland, í samstarfi við Bændasamtök Íslands og Orkusetrið komu upp verkefninu Hleðsla í hlaði á síðasta ári. 
 
Markmiðið er að fá bændur til að taka virkan þátt í uppbyggingu innviða með því að koma upp hleðslustöðvum og gera landsbyggðina aðgengilega ferðamönnum sem vilja ferðast um landið á rafmagnsbíl. 
 
Fjölgum hleðslustöðvum enn frekar
 
Það er mikilvægt að sem flestir ferðaþjónustubændur taki þátt í þessu verkefni þar sem hleðsla á gististað er lykilatriði. Í dag eru 10 félagar innan Hey Iceland og Bændasamtakanna búnir að setja upp hleðslustöðvar og eru fleiri í undirbúningsferli. Auk félaga innan Hey Iceland, sem reka gististaði, hafa nokkrir bændur innan Bændasamtakanna sýnt verkefninu áhuga og sett upp hleðslustöð heima á hlaði fyrir gesti sína. 
 
Hleðslustöð er komin upp hjá Eydísi Magnúsdóttur í  Sölvanesi í Skagafirði. Mynd / Rúnar Máni
 
Þátttaka skapar samkeppnisforskot
 
Með þátttöku í verkefninu geta bændur skapað sér samkeppnisforskot með aukinni þjónustu við ferðamenn og jafnframt á þessu veigamikla augnabliki lagt sitt af mörkum til að opna landið fyrir samgöngum sem byggja á íslenskum og sjálfbærum orkugjafa.
 
Njóta en ekki þjóta
 
Með því að ferðast á rafbíl um landið felst líka hvati til þess að „njóta en ekki þjóta“. Það styður þá hugsun að ferðamaðurinn staldri lengur við á hverjum stað og nýti sér í enn meira mæli það sem er í boði í nærumhverfinu. Þannig skilur hann meira eftir heima í héraði.
 
Vegferðin fram undan
 
Þessi vegferð er hafin og það eru spennandi tímar fram undan. Við gerum okkur grein fyrir því að það tekur tíma að styrkja innviðina og það er að mörgu að huga áður en ferðamaðurinn er sendur út á land í rafmagnsbíl. Aðstandendum Hleðslu í hlaði og samstarfsaðilum er annt um verkefnið og með fleiri þátttakendum mun það fara á flug. Ferðamaður sem keyrir um á rafbíl þarf að vera öruggur um að komast á milli staða til að njóta alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þegar það er tryggt, þá getur Ísland fest sig enn betur í sessi sem áfangastaður þar sem umhverfismál eru í hávegum höfð.
 
Verið velkomin í hópinn
 
Áhugasömum félögum í Hey Iceland og BÍ, sem vilja kynna sér möguleika sem felast í uppsetningu rafhleðslustöðva, er bent á að hafa samband við Berglindi Viktorsdóttur hjá Hey Iceland (berglind@heyiceland.is) eða Tjörva Bjarnason hjá BÍ (tjorvi@bondi.is).
 
 
Strengdir þú nýársheit?
Lesendarýni 10. janúar 2025

Strengdir þú nýársheit?

Samkvæmt 4.000 ára gamalli hefð sem hófst í Babýlóníu, tíðkast í dag víða um hei...

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám
Lesendarýni 8. janúar 2025

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám

Síðastliðinn vetur vann Arev álitsgerð fyrir Landssamband veiðifélaga um gildand...

Loftslagsmál og orka
Lesendarýni 7. janúar 2025

Loftslagsmál og orka

Í Bændablaðinu þ. 7. nóvember er fjallað um áform um uppbyggingu vindmyllugarðs ...

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst
Lesendarýni 3. janúar 2025

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst

Nú er að hefjast málsmeðferð á þjóðlendukröfum ríkisins í eyjar og sker. Þegar k...

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...