Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gísli Gunnarsson
Gísli Gunnarsson
Lesendarýni 24. júní 2022

Kosningar nálgast

Höfundur: Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði

Hver kannast ekki við þá unaðstilfinningu þegar póst­ kassinn er opnaður og mitt á meðal gluggabréfanna blasir Bændablaðið við?

Jú, þetta verður góður dagur. Eftir hádegismatinn verður hellt upp á gott kaffi og síðan rennt í fyrstu ferð í gegnum blaðið. Oft byrjað aftan frá, því þar eru auglýsingarnar. Það vantar jú alltaf eitthvað í sveitina.

Í næstu umferð eru föstu liðirnir teknir fyrir eins og bíladómarnir. Alltaf er ég jafn hissa á því að umboðin láti vanbúna bíla í hendur Hjartar L. Jónssonar hjá Bændablaðinu til prufuaksturs. Þá á ég við bíla sem engin alvöru varadekk fylgja, eða kveikja þarf sérstaklega á afturljósunum, dekkin á of stórum felgum eða hávæðamælingin yfir 70 db. Engum sem les Bændablaðið dettur í hug að kaupa slíka bíla.

Greinar Vilmundar Hansen um ýmsar nytjajurtir og plöntur svo og fljótandi efni eins og romm, hunang og edik, svo eitthvað sé nefnt, eru einnig fastir lestrarliðir. Þar er stórmerk sagan gjarnan rakin allt aftur til Forngrikkja og Rómverja og ef getið er um umfjöllunarefnið í Biblíunni þá fylgir það einnig með.

Flestir lesa einnig þáttinn Líf og lyst – Bærinn okkar. Þar er fjölskylda sem býr í sveit kynnt og svarar nokkrum stöðluðum spurningum. Einnig fylgir gjarnan með mynd af bænum og fjölskyldunni. Ég hef tekið eftir því að fjölskyldumyndin er oft tekin í sóknarkirkjunni, þar sem fjölskyldan hefur safnast saman við gleðilega og hátíðlega athöfn, svo sem skírn eða fermingu. Þetta finnst mér eftirtektarvert.

Þó að ég nefni þetta hér er ég þó ekki að alhæfa neitt í þessu sambandi. Bendi aðeins á það að ég hef tekið eftir þessu.

Margir tala um það að vægi kirkjunnar fari sífellt minnkandi í nútímaþjóðfélagi. Reyndar hefur verið talað um það í marga áratugi. Enerþaðsvoíraunogveru?Er ekki kirkjan enn mikilvæg í hverju samfélagi? Ég er ekki í nokkrum vafa um að svo sé. Það þekkjum við ekki hvað síst á landsbyggðinni.

Orðið kirkja er bæði notað um söfnuðinn, þ.e. fólkið sem tilheyrir kirkjunni svo og um húsið sem þessi söfnuður á og safnast saman í, á stundum gleði og sorgar.

Oft eru þessi hús gömul, ekki síst í sveitum landsins og mörg friðuð samkvæmt lögum, enda menningarverðmæti. Ábyrgð á varðveislu þeirra er á höndum safnaðanna og fólksins sem valið er í sóknarnefndir.

Störfin eru unnin í sjálfboðavinnu, bæði þau er varða eftirlit með viðhaldi húsanna svo og þau er snerta beint hið innra safnaðarstarf. Fólk hefur metnað til þess að hugsa vel um kirkju sína og safnaðarstarfið, hvort sem er í bæ eða sveit. Það er mín reynsla.

Dagana 19.–24. maí fór fram tilnefning til kosningu vígslubiskups í Hólastifti. Ég er þakklátur fyrir að hafa hlotið þar flestar tilnefningar og tek því þátt í kjörinu, sem brátt fer í hönd, dagana 23.–28. júní nk.

Þau sem kosningarétt hafa eru aðal- og varamenn í sóknarnefndum Hólastiftis auk kjörmanna prestakalla sem sóknarnefndarfólk hefur valið. Einnig vígðir þjónar Hólastiftis og nokkrir aðrir, svo sem kirkjuþingsfólk.

Nú er það í höndum kjörmanna að ákveða hver verður næsti vígslubiskup Hólastiftis. Ég býð fram krafta mína. Góðar stundir og Guð blessi þig, kæri lesandi.

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...