Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Meðferð ríkisins og annarra stofn­ana á Vestur-Skaftafellssýslu
Lesendarýni 10. júní 2016

Meðferð ríkisins og annarra stofn­ana á Vestur-Skaftafellssýslu

Höfundur: Aðalbjörg Runólfsdóttir
Ég er orðin svo hneyksluð á meðferð ríkisins og annarra stofnana á framkomu þeirra gagnvart íbúum í Vestur-Skaftafellssýslu, hvort sem stofnanirnar eru opinberar eða einkareknar, að ég get ekki þagað lengur. Á þetta við að mestu leyti um íbúa í Meðallandi og Landbroti.
 
Eins og fram hefur komið í fréttum eru þessi svæði að þorna upp vegna stíflanagerða sem voru gerðar þegar síðasta Skaftárhlaup var. Það sem liggur undir þessari framkvæmd er að lífríki alls svæðisins kemur til með að hrynja. Fiskistofnar í Grenlæk, Jónskvísl og öðrum veiðisvæðum eru í stórhættu því það er búið að þurrka upp hrygningarstöðvar fisksins. Ef áframhald verður á þessum þurrkum kemur grunnvatn til með að hverfa sem gerir það að verkum að býli og bæir fá ekki það vatn sem þarf  til að sinna bústofni og ræktun. Þegar þetta svæði þornar er bara eitt sem gerist: það verður uppblástur á landinu og það hreinlega fýkur burt. Þá er ekki langt í að fólk neyðist til að flytja búferlum hvort sem það vill eða ekki.
Það er líka alveg greinilegt að tækniþróun 21. aldarinnar hefur því miður strandað á leið sinni að þessu svæði og enginn reynir að hjálpa til.
 
Rafmagn á þessu svæði er mjög ótryggt. Ég veit til þess að síðastliðinn vetur t.d. fór rafmagn mjög oft af þessu svæði. Stundum er rafmagnið að detta út og inn yfir daginn, sem fer mjög illa með öll rafmagnstæki. Tengdaforeldrar mínir búa á þessu svæði. Tengdamamma notar súrefnisvél og veldur þetta henni gríðarlegum óþægindum. Rafmagnið fer oft af að nóttu til, þá þarf hún að fara á fætur og finna ljós til að geta tengt varasúrefniskútinn sinn svo að hún nái hreinlega andanum.
 
 Þriggja fasa rafmagn er ekki lagt til bænda nema þeir greiði fyrir það flýtigjald því það er ekki á dagskrá hjá Rarik að leggja þriggja fasa rafmagn á þetta svæði nærri strax. Þetta heftir framfarir í t.d.
mjólkurframleiðslu því það er ekki hægt að stækka kúabúin og fá  mjaltaþjóna. Núverandi kerfi er þannig að öll sveitin finnur fyrir því þegar mjaltavélamótorar eru settir í gang, þá blikka ljós á öðrum bæjum því það er ekki nægt rafmagn til að keyra samfélagið allt í einu. Eins kemur þetta ástand í veg fyrir að bændur setji á stofn fyrirtæki því það er ekki til rafmagn fyrir þau. Þetta er eins og að fara ca 20 til 30 ár aftur í tímann.
 
Síðast en ekki síst eru það sjónvarpsútsendingar og nettenging, þarna eru truflanir í útsendingu fastir liðir en ekki undantekning. Hljóðið bjagast og myndin verður pixluð. Jafnvel dettur sjónvarpsútsending út allt kvöldið.  Nettengingin er eins dyntótt og þegar internetið var að koma fyrst fyrir tuttugu árum, stundum náðist tenging og stundum ekki.
 
Miðað við þetta ástand er greinilegt að það á bara að leggja þetta svæði í eyði vísvitandi. Það er búið að senda skrifleg erindi til hinna ýmsu stofnana, fyrirtækja og þingmanna og ég vona bara að þeir sjái sóma sinn í að taka til höndum og bjarga þessu fallega og yndislega landsvæði áður en það fýkur burt og leggst í eyði.
 
Aðalbjörg Runólfsdóttir
Tengdadóttir úr Landbrotinu
Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar

Landbúnaður og matvælaframleiðsla er elsta athafnasemi íbúa landsins og önnur af...

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar

Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands [á] alls um 450 jarðir o...

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi
Lesendarýni 25. nóvember 2024

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi

Áherslur lýðræðisflokksins í landbúnaðarmálum eru í stuttu máli sem hér segir.

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...